Categories: FréttirU18

Unglingamótaröð ÍPS og PingPong.is – 4. umferð – Skráning

Íslenska Pílukastsambandið kynnir með stolti Unglingamótaröð ÍPS og PingPong.is í pílukasti 2022.

Þetta er í fyrsta skiptið sem mótaröð af þessu tagi hefur göngu sína en pílukast hefur verið í gríðarlegum vexti undanfarin misseri og vill ÍPS nýta tækifærið og veita yngstu iðkendum íþróttarinnar möguleika á að koma og keppa á mótaröð sem hentar þeim. Einnig vill ÍPS þakka PingPong.is kærlega fyrir stuðninginn en þeir hafa komið gríðarlega sterkir inn í unglingapíluna og verður gaman að fylgjast með U18 landsliðinu á komandi árum.

Allir pílukastarar á aldrinum 9-18 ára geta tekið þátt í þessari mótaröð en spiluð verða 4 mót á árinu 2022. Stig verða gefin fyrir árangur og 12 mánaða rúllandi stigalisti mun halda utan um árangur allra keppenda. Dagsetningar umferða má finna á heimasíðu sambandsins en fjórða og seinasta umferð mótaraðarinnar verður haldin laugardaginn 5. nóvember næstkomandi á Bullseye, Snorrabraut 34. Húsið opnar kl. 10:00 og byrjað verður að spila kl. 11:30

Mótaröðin verður aldurs- og kynjaskipt ef næg þátttaka fæst og spilaðir verða riðlar + útsláttur.

4. umferð verður skipt í aldurshópana 9-12 ára og 13-18 ára. Miðast er við árið og eru því allir krakkar sem eru orðnir 9 ára á árinu velkomnir og unglingar sem verða 18 ára á þessu ári fá einnig þátttökurétt á mótaröðinni.

Mótaröðin verður sýnd í beinni útsendingu á heimasíðu ÍPS www.dart.is

Stig verða gefin fyrir árangur í mótunum og verða þau sem hér segir:

1 sæti: 30 stig
2 sæti: 20 stig
3.-4. sæti: 15 stig
5.-8. sæti: 10 stig
9.-16. sæti: 5 stig

Skráning er hér fyrir neðan og lýkur skráningu föstudaginn 4. nóvember kl. 18:00. Ekkert kostar að taka þátt í unglingamótaröðinni árið 2022 og ekki er gerð krafa að keppendur séu skráðir í aðildarfélag.

Hægt er að sjá skráða keppendur með því að smella HÉR

ipsdart

Recent Posts

Dartung 3 verður haldið á Akureyri

Næsta dartung mót, Dartung 3, verður haldið á Akureyri laugardaginn 13. september í aðstöðu Píludeildar…

6 dagar ago

Umsókn fyrir boðsmiða á WDF Masters

WDF World Masters 2025 verður haldið í Ungverjalandi, 29. október - 1. nóvember. ÍPS hefur…

2 vikur ago

UK3 – Reykjanesbær – Úrvalsdeildin 2025 – Úrslit

Í gær, 29.júni, var haldin þriðja undankeppni úrvalsdeildarinnar í pílu í Reykjanesbæ. 45 leikmenn mættu…

2 vikur ago

UK2 – Akureyri – Úrvalsdeildin 2025 – Úrslit

Í gær, 19.júni, var haldin önnur undankeppni úrvalsdeildarinnar í pílu á Akureyri. 42 leikmenn mættu…

3 vikur ago

UK2 – Bein útsending

Hér má finna beinar útsendingar Live Darts Iceland frá Píludeild Þórs en þar fer fram…

4 vikur ago