Aðal

Úrslitin ráðast

Á laugardagskvöldið ráðast úrslitin í Úrvalsdeildinni í pílukasti, í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport.

Fjórir keppendur eru komnir í úrslit eftir undanriðlana en það eru:

Fyrstur í úrslitin er Arnar Geir Hjartarson, 27 ára starfsmaður upplýsingatæknideildar hjá Kaupfélagi Skagfirðinga. Hóf að keppa í pílu fyrir einu og hálfu ári og keppir fyrir Tindastól.

Annar í úrslitin er enginn annar en „handsprengjan“, Vitor Charrua, fyrrverandi Íslandsmeistari og einn allra fremsti pílukastari landsins.

Þriðji í úrslitin er hann Karl Helgi Jónsson, 57 ára kokkur sem hefur verið með þeim fremstu á Íslandi undanfarin ár.

Fjórði keppandi kvöldsins er svo hinn 18 ára gamli Alexander Veigar Þorvaldsson, nemi við Fjölbrautaskóla Suðurnesja, en hann er þrefaldur Íslandsmeistari unglinga og afar efnilegur.

Bein útsending frá keppninni hefst á laugardaginn n.k. 3. desember klukkan 20 á Stöð 2 Sport. Strax í kjölfarið tekur Stjörnupílan 2022 við.

ipsdart

Recent Posts

Boð á Píluþing Íslenska Pílukastsambandsins 2026

Stjórn Íslenska Pílukastsambandsins boðar hér með til árlegs Píluþings, sem haldið verður Laugardaginn 10. janúar…

6 dagar ago

Úrvalsdeild kvöld 3 – 8 nóvember

Það er ekki hægt að segja að 3 kvöldið í úrvalsdeildinni hafi boðið upp á…

3 vikur ago

Stigameistarar 2025

Stigameistari 2025 Stigameistari karla með 107 stig söfnuð yfir árið er enginn annar en Alexander…

4 vikur ago

Floridana – 6. Umferð – Úrslit

Kristaldeild 6. umferð Floridana 1. Sæti - Alexander Veigar Þorvaldsson2. Sæti - Hörður Þór Guðjónsson3-4.…

4 vikur ago

Úrvalsdeild kvöld 2 – 1 nóvember

Það var svokallaður Reykjavíkurslagur í úrslitaleiknum á kvöldi 2 í Úrvalsdeildinni sem var haldin í…

4 vikur ago

Floridana 6. umferð – Útsendingar

Hægt er að fylgjast með útsendingum Lokaumferð Floridana deildarinnar á streymi Live Darts Iceland Reykjavíkurdeildin:…

4 vikur ago