Aðal

Úrslitin ráðast

Á laugardagskvöldið ráðast úrslitin í Úrvalsdeildinni í pílukasti, í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport.

Fjórir keppendur eru komnir í úrslit eftir undanriðlana en það eru:

Fyrstur í úrslitin er Arnar Geir Hjartarson, 27 ára starfsmaður upplýsingatæknideildar hjá Kaupfélagi Skagfirðinga. Hóf að keppa í pílu fyrir einu og hálfu ári og keppir fyrir Tindastól.

Annar í úrslitin er enginn annar en „handsprengjan“, Vitor Charrua, fyrrverandi Íslandsmeistari og einn allra fremsti pílukastari landsins.

Þriðji í úrslitin er hann Karl Helgi Jónsson, 57 ára kokkur sem hefur verið með þeim fremstu á Íslandi undanfarin ár.

Fjórði keppandi kvöldsins er svo hinn 18 ára gamli Alexander Veigar Þorvaldsson, nemi við Fjölbrautaskóla Suðurnesja, en hann er þrefaldur Íslandsmeistari unglinga og afar efnilegur.

Bein útsending frá keppninni hefst á laugardaginn n.k. 3. desember klukkan 20 á Stöð 2 Sport. Strax í kjölfarið tekur Stjörnupílan 2022 við.

ipsdart

Recent Posts

Dartung – Breytingar á dagsetningum

Það kom ábending um að hafa ekki Dartung á sömu helgum og Floridana mótaröðin og…

3 dagar ago

ÍPS óskar eftir umsóknum í Barna- og unglingaráð

Það hefur verið mikil gróska í unglingastarfi hjá aðildarfélögum ÍPS og vöxtur undanfarinna ára er…

1 vika ago

RIG – Úrslit

Úrslitin í RIG réðust á laugardinn 25. janúar þar sem Hörður Guðjónsson og Sigurður Helgi…

1 vika ago

Úrslit – Íslandsmót Öldunga

Íslandsmót öldunga var haldið 18. janúar síðstliðin. Í karlaflokki vann Hallgrímur Egilsson (Pílukastfélagi Reykjavíkur) hann…

1 vika ago

RIG – Spilafyrirkomulag, áætluð riðlaskipting og staðsetning á riðlum/pílukösturum.

Karlar Konur Riðlar spilaðir Best af 5 Riðlar spilaðir Best af 3 64 manna -…

2 vikur ago