Fréttir

Úrtakshópur Norðurlandamóts valinn

Pétur Rúðrik Guðmundsson landsliðsþjálfari Íslands hefur valið 44 manna úrtakshóp, 28 karla og 16 konur, fyrir næsta landsliðsverkefni Íslands í pílukasti en Norðurlandamót WDF verður haldið á Íslandi dagana 23-25 maí. Pétur hefur ferðast um landið undanfarnar vikur og heimsótt aðildarfélög ÍPS þar sem hann kynnti bæði sjálfan sig og hvernig hann mun koma að þjálfun hópsins fyrir komandi verkefni ásamt hans framtíðarsýn hvað varðar landslið Íslands.

Fyrsta æfingarhelgi úrtakshópsins stendur nú yfir en hópurinn æfði saman í gær föstudag og er önnur æfing í dag laugardag. Fyrirhugað er að halda 3 æfingarhelgar, 2 á höfuðborgarsvæðinu og eina á Akureyri og verður úrtakshópurinn í kjölfari skorinn niður í þá 8 karlmenn og 4 konur sem taka munu þátt fyrir Íslands hönd á mótinu.

ÍPS hefur einnig gert samning við www.godartspro.com en það verður notað sem æfingakerfi þar sem Pétur getur gefið út æfingar fyrir hópinn og fylgst með frammistöðu.

Úrtakshópinn má sjá hér fyrir neðan:

NafnFélag
Gunnar H. ÓlafssonPFA
Siggi TommPFA
Hallgrímur Einar HannessonPFH
Lukasz KnapikPFH
Magnús Már MagnússonPFH
Vitor CharruaPFH
Haraldur BirgissonPFK
Helgi PjeturPFK
Kristján SigurðssonPFK
Guðmundur FriðbjörnssonPFR
Hallgrímur EgilssonPFR
Alexander Veigar ÞorvaldssonPG
Alex Máni PéturssonPG
Atli Kolbeinn AtlasonPG
Björn Steinar BrynjólfssonPG
Guðmundur Valur SigurðssonPG
Hörður Þór GuðjónssonPG
Matthías Örn FriðrikssonPG
Páll Árni PéturssonPG
Árni Ágúst DaníelssonPR
Arngrímur Anton ÓlafssonPR
Garðar Gísli Þórisson
Sigurður Brynjar Þórisson
Óskar Jónasson
Valþór Atli Birgisson
Viðar Valdimarsson
Dilyan KolevPV
Gunnar GuðmundssonPS

Konur (16 leikmenn)

NafnFélag
Harpa Dögg NóadóttirPFH
Isabelle NordskogPFH
Sara HeimisdóttirPFH
Brynja HerborgPFR
Petrea KR FriðriksdóttirPFR
Árdís Sif GuðjónsdóttirPG
Sandra Dögg GuðlaugsdóttirPG
Snædís Ósk GuðjónsdóttirPG
Steinunn Dagný IngvarsdóttirPG
Svanhvít Helga HammerPG
Eygló R. NielsenPR
Kristín EinarsdóttirPR
Lovísa HilmarsdóttirPR
Ragnheiður ÁsgeirsdóttirPR
Kolbrún Gígja Einarsdóttir
Ólöf Heiða Óskarsdóttir

Hér má sjá myndir sem teknar voru í gær föstudag á fyrstu æfingu úrtakshópsins en hún var haldin í aðstöðu Pílufélags Kópavogs sem staðsett er í íþróttahúsinu í Digranesi www.pfk.is

ipsdart

Recent Posts

WDF Masters – Boðsmiðar

Eftirtaldir aðilar munu fá útvegaða boðsmiða fyrir hönd ÍPS á WDF Masters sem haldið verður…

21 klukkustund ago

Íslandsmótið í Cricket 2025 – Úrslit

Íslandsmótið í Cricket var spilað nú um helgina í aðstöðu Pílukastfélags Reykjavíkur að Tangarhöfða 2…

3 dagar ago

Íslandsmótið í Cricket – Lokun á skráningu

Okkur í hefur borist ábendingu um að það gleymdist að setja inn upplýsingar varðandi hvenar…

7 dagar ago

Íslandsmót í Cricket – tvímenningur – Ný tímasetning

Stjórn ÍPS hefur ákveðið að breyta tímasetningu á tvímenningum í íslandsmótinu í Cricket sökum fárra…

7 dagar ago

Áminning vegna skráningar á Íslm. í Cricket

Stjórn ÍPS vill minna á skráningu á Íslandsmótið í Cricket sem verður haldið í aðstöðu…

1 vika ago

Ný regla varðandi skráningu á mót ÍPS

Stjórn ÍPS hefur ákveðið að setja inn nýja reglu varðandi skráningu á mót ÍPS. Reglan…

2 vikur ago