Úrvalsdeildin verður aftur á dagskrá í haust, en í þetta sinn keppa 16 pílukastarar í nýju breyttu fyrirkomulagi í anda úrvalsdeildar PDC. Allir 16 keppendur í Úrvalsdeildinni keppa amk 2 kvöld í beinni útsendingu en öll kvöldin að úrslitakvöldinu undanskyldu verða leikinn í 8 manna útsláttarfyrirkomulagi og vinna leikmenn sér inn stig eftir hvert kvöld. Nánar um útfærsluna hér
ATH! ÍPS áskilur sér rétt á að uppfæra fyrirkomulagið eftir þörfum.
Hér að neðan má sjá hvernig hægt er að tryggja sér þátttökurétt í Úrvalsdeildinni. Listinn verður uppfærður um leið og leikmenn tryggja sér þátttökurétt en 9 leikmenn hafa núþegar tryggt sér rétt til þátttöku í haust. Nánari reglur um þátttökurétt er að finna undir töflunni.
Undankeppnir fara fram í maí og júní. Allar undankeppnir eru opin mót sem allir félagsmenn í ÍPS geta tekið þátt í. Haldnar verða 4 undankeppnir (Reykjavík 28. maí, Selfoss 8. júní, Akureyri 11. júní og Reykjanesbær 18. júní. Ef undankeppni fellur niður eða ekki næst að halda undankeppni af einhverjum ástæðum, færist þátttökurétturinn í WildCards.
Athugasemdir eða spurningar má senda á stjórn á dart@dart.is
Grand Prix 2025 var haldið laugardaginn 17. maí í aðstöðu PFR að Tangarhöfða 2. 39…
Stjórn ÍPS vill minna á að skráning á íslandsmót ungmenna í 501 er í fullum…
Stjórn ÍPS vill minna á Grand Prix 2025 sem haldið verður laugardaginn 17. Maí í…
Haraldur Birgisson (Halli Birgis) unglingalandsliðsþjálfari hefur nú valið U-18 landslið drengja og stúlkna sem mun…
Íslandsmót ungmenna 2025 í 501 verður haldið 24.maí á Bullseye, Snorrabraut Húsið opnar kl 10:00…
Önnur umferðin í Dartung var haldið þann 3 maí í aðstöðu Pílukastfélags Reykjavíkur. 40 börn…