Í fyrri hluta ágúst (stefnt að 10. ágúst) verður dregið í riðla í Úrvalsdeild Stöð 2 Sport 2023. Drátturinn verður í beinni útsendingu á Visir.is. Dregið verður í 8 riðla (A til H) með fjórum leikmönnum hver. Sigurvegari hvers riðils tryggir sér sæti í 8 manna úrslitum.
Stjórn ÍPS hefur útbúið styrkleikaflokkun sem notast verður við þegar dregið verður í ágúst. Notast var við árangur leikmanna í mótum á árinu 2023 ásamt árangri í Úrvalsdeildinni 2022. Hægt er að sjá fjölda stiga fyrir árangur í hverju móti fyrir sig í stigatöflunni undir styrkleikaflokkunum hér að neðan.
Fyrst verður dregið úr styrkleikaflokki 4, einn leikmaður í hvern riðil. Þvínæst úr styrkleikaflokki 3, einn leikmaður í hvern riðil þar til búið er að raða í riðla úr öllum styrkleikaflokkum.
Í 8 manna úrslitum mætast leikmenn í 1. sæti A gegn B, C gegn D, E gegn F og G gegn H.
Í 4. manna úrslitum mætast A/B gegn C/D og svo E/F gegn G/H
Dagsetningar fyrir hvern riðil eru aðgengilegar á Viðburðasíðu ÍPS. Ef leikmaður kemst ekki á leikdegi síns riðils missir hann einfaldlega sæti sitt í Úrvalsdeildinni og nýr leikmaður kemur í staðinn sem valinn er af landsliðsþjálfurum Íslands. Ekki verður í boði að færa sig á milli riðla!
Ef leikmenn eru með jafnmörg stig skal notast við nýjasta meðaltal NOVIS deildarinnar til að ákvarða röðun á styrkleikalista. Stjórn ÍPS áskilur sér rétt á að gera breytingar á styrkleikaflokkum ef t.d. gerð hafa verið mistök við stigagjöf.
Hér má finna allar útsendingar Live Darts Iceland frá 2. umferð Floridana deildarinnar í pílukasti…
Hér má sjá áætlaða deildaskiptingu fyrir 2. umferð Floridana deildarinnar RVK árið 2025. Fyrirkomulag uppröðunnar…
Hér má sjá áætlaða deildaskiptingu fyrir 2. umferð Floridana deildarinnar NA árið 2025. Fyrirkomulag uppröðunnar…
Það kom ábending um að hafa ekki Dartung á sömu helgum og Floridana mótaröðin og…
Það hefur verið mikil gróska í unglingastarfi hjá aðildarfélögum ÍPS og vöxtur undanfarinna ára er…