ÍPS og Stöð 2 Sport í samvinnu við One80dart.is og Bullseye kynna með stolti Úrvalsdeildina í pílukasti 2022! 16 pílukastarar hafa verið valdnir til að taka þátt í ár og verður spilað á Bullseye, Snorrabraut 34 í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport í haust. Spilaðir verða 4 riðlar þar sem 4 pílukastarar keppast um að sigra sinn riðil hvert kvöld og tryggja sig inn á úrslitakvöldið. Úrslitakvöldið verður síðan í byrjun desember þar sem Úrvalsdeildarmeistarinn 2022 verður krýnd/ur.
Glæsileg verðlaun verða í boði frá m.a. Cintamani, FitnessSport, Minigarðinum og Humarsölunni!
Dagsetningar og keppendur má sjá hér fyrir neðan. Bein útsending Stöðvar 2 Sport byrjar kl. 20:00 alla keppnisdagana.
Dags | Leikm. 1 | Leikm. 2 | Leikm. 3 | Leikm. 4 | |
Riðill 1 | 21.9.2022 | Kristján Sig | Pétur Rúðrik | Hörður Þór | Arnar Geir |
Riðill 2 | 28.9.2022 | Halli Egils | Vitor | Árni Ágúst | Matthías Örn |
Riðill 3 | 19.10.2022 | Guðjón Hauks | Siggi Tomm | Björn Steinar | Karl Helgi |
Riðill 4 | 09.11.2022 | Björn Andri | Ingibjörg | Þorgeir | Alexander |
Samhliða Úrvalsdeildinni verða opin mót á þessum dagsetningum í bláa sal Bullseye. Mótið er opið öllum og viljum við fá sem flest til að mæta og skapa góða stemmingu í salnum á meðan útsending fer fram.
Pílukast á Íslandi er í stórsókn og hlökkum við mikið til að fylgjast með þessum frábæru pílukösturum leika listir sínar í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport! Er þú ekki örugglega með áskrift?
Fyrsta umferð Floridana deildarinnar fór fram á Bullseye Reykjavík og aðstöðu Pílukastfélags Reykjavíkur sunnudaginn 4.…
Íslandsmót unglinga verður haldið sunnudaginn 25. maí næstkomandi. Það var ráðgert að hafa íslandsmótið unglinga…
Hér má sjá áætlaða deildaskiptingu fyrir 1. umferð Floridana deildarinnar NA árið 2025. Fyrirkomulag uppröðunnar…
Búið er að velja landsliðsúrtakshóp sem mun keppast um að komast í landslið karla og…