Categories: Fréttir

Úrvalsdeildin í pílukasti 2022

ÍPS og Stöð 2 Sport í samvinnu við One80dart.is og Bullseye kynna með stolti Úrvalsdeildina í pílukasti 2022! 16 pílukastarar hafa verið valdnir til að taka þátt í ár og verður spilað á Bullseye, Snorrabraut 34 í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport í haust. Spilaðir verða 4 riðlar þar sem 4 pílukastarar keppast um að sigra sinn riðil hvert kvöld og tryggja sig inn á úrslitakvöldið. Úrslitakvöldið verður síðan í byrjun desember þar sem Úrvalsdeildarmeistarinn 2022 verður krýnd/ur.

Glæsileg verðlaun verða í boði frá m.a. Cintamani, FitnessSport, Minigarðinum og Humarsölunni!

Dagsetningar og keppendur má sjá hér fyrir neðan. Bein útsending Stöðvar 2 Sport byrjar kl. 20:00 alla keppnisdagana.

DagsLeikm. 1Leikm. 2Leikm. 3Leikm. 4
Riðill 121.9.2022Kristján SigPétur RúðrikHörður ÞórArnar Geir
Riðill 228.9.2022Halli EgilsVitorÁrni ÁgústMatthías Örn
Riðill 319.10.2022Guðjón HauksSiggi TommBjörn SteinarKarl Helgi
Riðill 409.11.2022Björn AndriIngibjörgÞorgeirAlexander

Samhliða Úrvalsdeildinni verða opin mót á þessum dagsetningum í bláa sal Bullseye. Mótið er opið öllum og viljum við fá sem flest til að mæta og skapa góða stemmingu í salnum á meðan útsending fer fram.

Pílukast á Íslandi er í stórsókn og hlökkum við mikið til að fylgjast með þessum frábæru pílukösturum leika listir sínar í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport! Er þú ekki örugglega með áskrift?

ipsdart

Recent Posts

Floridana deildin – 6. umferð – Áætluð deildaskipting

Hér má sjá áætlaða deildaskiptingu fyrir 6. umferð Floridana deildarinnar árið 2024. Fyrirkomulag uppröðunnar er…

1 klukkustund ago

Dartung 4 – Úrslit og stigameistarar 2024 krýndir.

4. umferð DartUng mótaraðarinnar í samvinnu við PingPong.is fór fram í aðstöðu Píludeildar Þórs á…

2 dagar ago

Íslandsmót 501 – Tvímenningur – Úrslit

Íslandsmótið í 501 tvímenning fór fram síðastliðinn sunnudag á Bullseye Reykjavík en um 100 manns…

2 vikur ago

Floridana deildin – 5. umferð – Úrslit

5. og næstsíðasta umferð Floridana deildarinnar fór fram á Bullseye Reykjavík og í aðstöðu Píludeildar…

1 mánuður ago

Úrslit í Íslandsmóti 301 – 2024

Íslandsmótið í 301 árið 2024 fór fram í aðstöðu Píludeildar Þórs helgina 5-6 október síðastliðinn.…

1 mánuður ago