Categories: FréttirÚrslit

Úrvalsdeildin í pílukasti – Riðill 1 úrslit –

Það var Sauðkræklingurinn Arnar Geir Hjartarson sem kom sá og sigraði í fyrsta riðli Úrvalsdeildarinnar í pílukasti sem fram fór á Bullseye í kvöld. Arnar, sem er meðlimur í Pílu- og bogfimideild Tindastóls, gerði sér lítið fyrir og sigraði alla leiki í riðlinum sem innihélt tvo landsliðsmenn og núverandi landsliðsþjálfara! Hann byrjaði á að sigra Hörð Þór Guðjónsson úr Pílufélag Grindavíkur 3-1, sigraði síðan Kristján Sigurðsson úr Pílukastfélagi Reykjavíkur og tryggði síðan fyrsta sætið í riðlinum og miðann á úrslitakvöldið með 3-1 sigri á Pétri Rúðrik Guðmundssyni frá Pílufélagi Grindavíkur.

Arnar, sem byrjaði að kasta pílu fyrir tveimur árum, er svo sannarlega að koma á óvart og sýndi mikla yfirvegun þrátt fyrir að vera að spila í beinni útsendinu í fyrsta skiptið. Í verðlaun fékk hann 15 þúsund króna gjafabréf frá Cintamani, 10 þúsund króna gjafabréf frá Minigarðinum og heilan kassa af nýja próteindrykknum WOW frá FitnessSport.

Riðill 2 verður síðan spilaður á miðvikudaginn næsta en þá mæta til leiks þeir Hallgrímur Egilsson úr Pílukastfélagi Reykjavíkur, Vitor Charrua úr Pílukastfélagi Hafnarfjarðar, Árni Ágúst Daníelsson úr Pílufélagi Reykjanesbæjar og Matthías Örn Friðriksson úr Pílufélagi Grindavíkur en í heild verða 4 riðlar spilaðir þar sem sigurvegari hvers riðils tryggir sér þátttökurétt á úrslitakvöldinu sem fram fer í byrjun desember.

Hér má sjá viðtal sem Páll Sævar, sem lýsti kvöldinu á Stöð 2 Sport, tók við sigurvegara kvöldsins:

Hér má sjá tilþrif Arnars á Vísi.is

https://www.visir.is/player/5ace8daa-04c2-44fc-b530-cd822a824646-1663841814256

ipsdart

Recent Posts

Íslandsmót ungmenna 2025 – Beinar útsendingar

Hér má finna allar beinar útsendingar Live Darts Iceland frá Íslandsmóti ungmenna 2025: Streymi 1:…

4 dagar ago

Íslandsmót ungmenna 2025 (501) – U23,U18, U14 – Síðasti séns að skrá sig

Íslandsmót ungmenna 2025 í 501 verður haldið á morgun og rennur fresturinn út til að…

5 dagar ago

Íslandsmót ungmenna 2025 – Tilkynning – Villa við skráningu í U23 flokk

Villa fannst á skráningarforminu fyrir Íslandsmót ungmenna í flokki U23 bæði í karla og kvennaflokki…

1 vika ago

Grand Prix 2025 – Úrslit

Grand Prix 2025 var haldið laugardaginn 17. maí í aðstöðu PFR að Tangarhöfða 2. 39…

1 vika ago

Íslandsmót ungmenna Íslandsmót ungmenna (501) U23-U18-U14 – Áminning

Stjórn ÍPS vill minna á að skráning á íslandsmót ungmenna í 501 er í fullum…

2 vikur ago

Grand Prix 2025 – Áminning/tilkynning

Stjórn ÍPS vill minna á Grand Prix 2025 sem haldið verður laugardaginn 17. Maí í…

2 vikur ago