Categories: Úrslit

Úrvalsdeildin í pílukasti – Riðill 2 – Úrslit

Það var Hafnfirðingurinn knái Vitor Charrua sem bar sigur úr bítum í 2. riðli Úrvalsdeildarinnar sem fram fór á Bullseye Snorrabraut í gærkvöldi í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport en mótið er í samstarfi við One80dart.is, Bola og Bullseye.

Vitor byrjaði á að sigra fyrrverandi Íslandsmeistara Hallgrím Egilsson 3-1 í opnunarleik kvöldsins en núverandi Íslandsmeistari Matthías Örn Friðriksson sigraði Árna Ágúst Daníelsson 3-2 í spennandi leik þar sem Árni tók glæsilega út 132 á rauðu búlli. Halli og Árni áttust síðan við í þriðja leik kvöldsins og var það Hallgrímur sem var sterkari og sigraði 3-1. Vitor og Matthías áttust við í fjórða leik kvöldsins og var Vitor mun sterkari í þeim leik og sigraði 3-0. Hallgrímur og Matthías áttust við í fimmta leik kvöldsins og var það Hallgrímur sem sigraði 3-2. Vitor gulltryggði síðan efsta sæti riðilsins og sæti á úrslitakvöldinu með 3-1 sigri á Árna Ágústi en þar er á ferð gríðarlegt efni í íþróttinni og á framtíðina fyrir sér.

Vitor fékk í verðlaun 15.000kr gjafabréf frá Cintamani, 10.000kr gjafabréf frá Bullseye og kassa af nýja WOW próteindrykknum frá FitnessSport.

Það eru því þeir Arnar Geir Hjartarson og Vitor Charrua sem komnir eru á úrslitakvöldið í Úrvalsdeildinni. Þriðja kvöldið verður spilað miðvikudaginn 19. október kl. 20:00 en þá stíga á svið þeir Guðjón Hauksson (PG), Siggi Tomm (PFA), Björn Steinar Brynjólfsson (PG) og Karl Helgi Jónsson (PFR).

ipsdart

Recent Posts

Floridana deildin – 6. umferð – Áætluð deildaskipting

Hér má sjá áætlaða deildaskiptingu fyrir 6. umferð Floridana deildarinnar árið 2024. Fyrirkomulag uppröðunnar er…

6 klukkustundir ago

Dartung 4 – Úrslit og stigameistarar 2024 krýndir.

4. umferð DartUng mótaraðarinnar í samvinnu við PingPong.is fór fram í aðstöðu Píludeildar Þórs á…

2 dagar ago

Íslandsmót 501 – Tvímenningur – Úrslit

Íslandsmótið í 501 tvímenning fór fram síðastliðinn sunnudag á Bullseye Reykjavík en um 100 manns…

2 vikur ago

Floridana deildin – 5. umferð – Úrslit

5. og næstsíðasta umferð Floridana deildarinnar fór fram á Bullseye Reykjavík og í aðstöðu Píludeildar…

1 mánuður ago

Úrslit í Íslandsmóti 301 – 2024

Íslandsmótið í 301 árið 2024 fór fram í aðstöðu Píludeildar Þórs helgina 5-6 október síðastliðinn.…

1 mánuður ago