Það var Hafnfirðingurinn knái Vitor Charrua sem bar sigur úr bítum í 2. riðli Úrvalsdeildarinnar sem fram fór á Bullseye Snorrabraut í gærkvöldi í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport en mótið er í samstarfi við One80dart.is, Bola og Bullseye.
Vitor byrjaði á að sigra fyrrverandi Íslandsmeistara Hallgrím Egilsson 3-1 í opnunarleik kvöldsins en núverandi Íslandsmeistari Matthías Örn Friðriksson sigraði Árna Ágúst Daníelsson 3-2 í spennandi leik þar sem Árni tók glæsilega út 132 á rauðu búlli. Halli og Árni áttust síðan við í þriðja leik kvöldsins og var það Hallgrímur sem var sterkari og sigraði 3-1. Vitor og Matthías áttust við í fjórða leik kvöldsins og var Vitor mun sterkari í þeim leik og sigraði 3-0. Hallgrímur og Matthías áttust við í fimmta leik kvöldsins og var það Hallgrímur sem sigraði 3-2. Vitor gulltryggði síðan efsta sæti riðilsins og sæti á úrslitakvöldinu með 3-1 sigri á Árna Ágústi en þar er á ferð gríðarlegt efni í íþróttinni og á framtíðina fyrir sér.
Vitor fékk í verðlaun 15.000kr gjafabréf frá Cintamani, 10.000kr gjafabréf frá Bullseye og kassa af nýja WOW próteindrykknum frá FitnessSport.
Það eru því þeir Arnar Geir Hjartarson og Vitor Charrua sem komnir eru á úrslitakvöldið í Úrvalsdeildinni. Þriðja kvöldið verður spilað miðvikudaginn 19. október kl. 20:00 en þá stíga á svið þeir Guðjón Hauksson (PG), Siggi Tomm (PFA), Björn Steinar Brynjólfsson (PG) og Karl Helgi Jónsson (PFR).
Fyrsta umferð Floridana deildarinnar fór fram á Bullseye Reykjavík og aðstöðu Pílukastfélags Reykjavíkur sunnudaginn 4.…
Íslandsmót unglinga verður haldið sunnudaginn 25. maí næstkomandi. Það var ráðgert að hafa íslandsmótið unglinga…
Hér má sjá áætlaða deildaskiptingu fyrir 1. umferð Floridana deildarinnar NA árið 2025. Fyrirkomulag uppröðunnar…
Búið er að velja landsliðsúrtakshóp sem mun keppast um að komast í landslið karla og…