Categories: Úrslit

Úrvalsdeildin í pílukasti – Riðill 3 – Úrslit

Það var Grindvíkingurinn Guðjón Hauksson sem fór með sigur af hólmi í 3. riðli Úrvalsdeildarinnar í pílukasti sem fram fór á Bullseye Snorrabraut í gærkvöldi í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport en mótið er í samstarfi við One80dart.is, Bola og Bullseye.

Guðjón byrjaði kvöldið á að sigra Akranesinginn Sigga Tomm 3-0 en í öðrum leik kvöldsins sigraði Karl Helgi Jónsson úr PFR Björn Steinar Brynjólfsson úr PG einnig 3-0. Björn Steinar og Sigurður áttust síðan við í þriðja leik kvöldsins og fór sá leikur í oddalegg en það var Sigurður sem var sterkari og sigraði 3-2. Guðjón og Karl Helgi áttust í síðan við fjórða leik kvöldsins og fór sá leikur einnig í oddalegg og var það Guðjón sem sigraði 3-2. Karl Helgi sigraði síðan Sigurð í fimmta leik kvöldsins 3-2 og Guðjón gulltryggði sigurinn með 3-0 sigri á Birni Steinari.

Guðjón fékk í verðlaun 15.000kr gjafabréf frá Cintamani, 10.000kr gjafabréf frá Bullseye og kassa af nýja WOW próteindrykknum frá FitnessSport.

Það eru því þeir Arnar Geir Hjartarson, Vitor Charrua og Guðjón Hauksson sem eru búnir að tryggja sig inná úrslitakvöldið sem haldið verður 3. desember.

Fjórði og seinasti riðill deildarinnar verður spilaður 9. nóvember en þá mæta til leiks Ingibjörg Magnúsdóttir frá PFH, Þorgeir Guðmundsson frá PFR, Björn Andri Ingólfsson frá Píludeild Magna og Alexander Veigar Þorvaldsson frá PG

ipsdart

Recent Posts

Áminning vegna skráningar á Íslm. í Cricket

Stjórn ÍPS vill minna á skráningu á Íslandsmótið í Cricket sem verður haldið í aðstöðu…

6 klukkustundir ago

Ný regla varðandi skráningu á mót ÍPS

Stjórn ÍPS hefur ákveðið að setja inn nýja reglu varðandi skráningu á mót ÍPS. Reglan…

1 vika ago

Tilkynning varðandi umsókn fyrir Masters og Íslandsmót í Cricket

Umsókn á boðsmiðum á Masters Vegna tæknilega vandamála þá lá heimasíða ÍPS niðri núna um…

2 vikur ago

UK4 – Reykjavík – Úrvalsdeildin 2025 – Úrslit

Í laugardaginn, 12.júli, var haldin fjórða undankeppni úrvalsdeildarinnar í pílu í Snooker&Pool í Reykjavík. 31…

3 vikur ago

Dartung 3 verður haldið á Akureyri

Næsta dartung mót, Dartung 3, verður haldið á Akureyri laugardaginn 13. september í aðstöðu Píludeildar…

4 vikur ago