Fréttir

Vefverslun Dart.is opnar!

ÍPS hefur loks tekið skref inn í nútíðina með því að opna sína eigin litlu vefverslun. Framvegis munu allar skráningar í mót á vegum ÍPS fara fram í gegnum þessa vefverslun. Hvort sem um er að ræða Floridana, Dartung eða önnur mót.

Þetta mun stórkostalega einfalda og auðvelda bæði stjórn og þátttakendum að halda utanum skráningar þar sem ekki mun lengur þurfa að greiða í mót með millifærslum. Hægt er að greiða með debet og kreditkortum auk þess sem að greiðslugáttin styður við Apple-pay lausnina.

Þeir einstaklingar sem eiga inneign hjá ÍPS munu einnig geta greitt með henni án þess að þurfa að senda sérstakan tölvupóst á dart@dart.is. Í körfu viðmótinu er sérstakur gluggi þar sem eigendur inneignar geta slegið inn sérstakan kóða sem þeir koma til með fá sendan til sín í tölvupósti á næstum dögum. Einnig geta þeir fylgst með stöðu inneignar sinnar á eftirfarandi slóð: https://dart.is/inneign/

Smátt og smátt mun móta- & vöruúrvalið aukast og aldrei að vita nema sérmerktur ÍPS varningur detti á síðuna í náinni framtíð.

Skráning er hafin í 3.umferð Floridana deildarinnar

AddThis Website Tools
Magnús Gunnlaugsson

Recent Posts

Val á landsliði Íslands fyrir WDF World Cup 2025

Kæru pílukastarar og áhugafólk um íþróttina Búið er að velja landsliðs Íslands sem mun taka…

10 klukkustundir ago

Íslandsmeistaramót 501 – 2025 – Úrslit.

Íslandsmeistaramótið í 501 var haldið helgina 15-16. mars. Laugardaginn 15. mars var keppt um Íslandsmeistaratitil…

1 vika ago

Íslandsmótið í pílukasti 2025 – Beinar útsendingar

Hér má finna allar beinar útsendingar Live Darts Iceland frá Íslandsmótinu í pílukasti. Laugardagur -…

3 vikur ago

Íslandsmót 501 – Riðlar klárir – Karlariðlar í einmenning verða spilaðir bæði á Bullseye og PFR.

Búið er að draga í riðla í Íslandsmótinu í Pílukasti 2025. Hægt er að sjá…

3 vikur ago

Fyrsta píluþingi lokið – Ný stórn kosin

Fyrsta píluþingi ÍPS lauk í gær um 16:00 en þetta var í fyrsta skipti sem…

4 vikur ago