Íslenska Pílukastsambandið hefur valið pílukastara ársins 2023 og voru þau Brynja Herborg Jónsdóttir úr PFR og Vitor Charrua úr PFH sem hlutu tilnefninguna að þessu sinni. Viðurkenningar verða veittar á aðalfundi ÍPS sem fram fer þann 17. janúar 2024.
Brynja Herborg varð RIG meistari kvenna í pílukasti á þessu ári og Íslandsmeistari í Cricket. Hún komst í úrslitaleik Íslandsmótsins og sigraði einmenningshluta Íslandsmóts félagsliða. Hún endaði einnig með hæsta meðaltal kvenna í ÍPS deildinni (54,49) og komst alla leið í silfurdeild. Henni gekk einnig vel á mótum utan landsteinanna og var ein fjögurra kvenna sem var valin í landslið Íslands í pílukasti sem tók þátt Heimsbikarmóti WDF í Danmörku og komst hún í 32 manna úrslit í einmenningshluta mótsins.
Vitor Charrua varð Íslandsmeistari karla í pílukasti á árinu 2023. Hann var einnig valinn í landslið Íslands sem tók þátt á Heimsbikarmóti WDF. Hann varð einnig efsti Íslendingurinn á stigalista Norðurlandsmótaraðar PDC Nordic og Baltic og varð fyrsti Íslendingurinn ásamt Hallgrími Egilssyni til að taka þátt á PDC World Cup of Darts sem fram fór í júní. Hann vann sér einnig þátttökurétt í Úrvalsdeildinni í pílukasti en þar tókst honum þó ekki að verja titil sinn frá fyrra ári.
ÍPS óskar bæði Brynju og Vitori innilega til hamingju með viðurkenninguna og óskar öllum pílukösturum farsældar á nýju ári.
Næst á dagskrá er 1. umferð ÍPS deildarinnar en hún verður haldin þann 14. janúar næstkomandi. Skráning fer í loftið á næstu dögum.
Í laugardaginn, 12.júli, var haldin fjórða undankeppni úrvalsdeildarinnar í pílu í Snooker&Pool í Reykjavík. 31…
Næsta dartung mót, Dartung 3, verður haldið á Akureyri laugardaginn 13. september í aðstöðu Píludeildar…
WDF World Masters 2025 verður haldið í Ungverjalandi, 29. október - 1. nóvember. ÍPS hefur…
Í gær, 29.júni, var haldin þriðja undankeppni úrvalsdeildarinnar í pílu í Reykjanesbæ. 45 leikmenn mættu…
Í gær, 19.júni, var haldin önnur undankeppni úrvalsdeildarinnar í pílu á Akureyri. 42 leikmenn mættu…