Aðal

Vitor og Ingibjörg Íslandsmeistarar í Pílukasti 2023

Íslandsmótið í Pílukasti 2023 fór fram á Bullseye Reykjavík í dag. Tæplega 90 keppendur voru skráðir til leiks sem gerir mótið að fjölmennasta Íslandsmótinu til þessa. 72 karlar og 15 konur tóku þátt.
Spilað var með riðla fyrirkomu lagi þar sem 32 einstaklingar fóru áfram og hjá körlum og 15 hjá konum.

Sterkustu keppendur landsins voru langflestir mættir til leiks en auk farands- og eignabikar voru einnig tvö sæti í Úrvalsdeildinni í Pílukasti í boði en hún verður sýnd í beinni á Stöð 2 Sport í haust.

Í úrslitaviðureign karla mættust Vitor Charrua og Hörður Þór Guðjónsson og fóru leikar 7-3 fyrir Vitor sem þýðir að Vitor er Íslandsmeistari karla í pílukasti 2023. Þetta er annar íslandsmeistaratitill Vitors, en hann vann síðast árið 2019.

Í úrslitaviðureign kvenna mættust Ingibjörg Magnúsdóttir og Brynja Herborg en þar hafði Ingibjörg betur 7-4 og vinnur því Íslandsmeistaratitilinn 3. árið í röð og í 6. skiptið á sínum píluferli.

Í 3. – 4. sæti í karlaflokki voru þeir Páll Árni Pétursson og Karl Helgi Jónsson.

Í 3. – 4. sæti í kvennaflokki voru þær Birna Rós Daníelsdóttir og Isabelle Nordskog en þær tryggðu sér báðar þátttökurétt í Úrvalsdeildinni með árangri sínum í dag.

Fleiri myndir og nánari upplýsingar væntanlegar

Helgi Pjetur

Recent Posts

WDF World Masters 2024

World Darts Federation (WDF) heldur 3 mót dagana 9-13 október næstkomandi í Búdapest, Ungverjalandi. Mótin…

11 klukkustundir ago

U18 á WDF Europe Cup Youth í Riga – Lettlandi

U18 landsliðhópurinn lagði land undir fót í morgun og eru nú stödd í Riga, Lettlandi,…

1 vika ago

Ísland með besta árangur á Norðurlandamóti WDF síðan 1994

Norðurlandamót WDF (WDF Nordic Cup 2024) fór fram á Bullseye Reykjavík dagana 23.-25. maí 2024.…

1 mánuður ago

Stúlkna- og drengjalandslið valin

Brynja Herborg, landsliðsþjálfari stúlkna U18, og Pétur Rúðrik Guðmundsson, landsliðsþjálfari drengja U18 hafa valið þá…

2 mánuðir ago