Aðal

Vitor og Ingibjörg Íslandsmeistarar í Pílukasti 2023

Íslandsmótið í Pílukasti 2023 fór fram á Bullseye Reykjavík í dag. Tæplega 90 keppendur voru skráðir til leiks sem gerir mótið að fjölmennasta Íslandsmótinu til þessa. 72 karlar og 15 konur tóku þátt.
Spilað var með riðla fyrirkomu lagi þar sem 32 einstaklingar fóru áfram og hjá körlum og 15 hjá konum.

Sterkustu keppendur landsins voru langflestir mættir til leiks en auk farands- og eignabikar voru einnig tvö sæti í Úrvalsdeildinni í Pílukasti í boði en hún verður sýnd í beinni á Stöð 2 Sport í haust.

Í úrslitaviðureign karla mættust Vitor Charrua og Hörður Þór Guðjónsson og fóru leikar 7-3 fyrir Vitor sem þýðir að Vitor er Íslandsmeistari karla í pílukasti 2023. Þetta er annar íslandsmeistaratitill Vitors, en hann vann síðast árið 2019.

Í úrslitaviðureign kvenna mættust Ingibjörg Magnúsdóttir og Brynja Herborg en þar hafði Ingibjörg betur 7-4 og vinnur því Íslandsmeistaratitilinn 3. árið í röð og í 6. skiptið á sínum píluferli.

Í 3. – 4. sæti í karlaflokki voru þeir Páll Árni Pétursson og Karl Helgi Jónsson.

Í 3. – 4. sæti í kvennaflokki voru þær Birna Rós Daníelsdóttir og Isabelle Nordskog en þær tryggðu sér báðar þátttökurétt í Úrvalsdeildinni með árangri sínum í dag.

Fleiri myndir og nánari upplýsingar væntanlegar

Helgi Pjetur

Recent Posts

Floridana deildin – Beinar útsendingar

Hér má finna allar útsendingar Live Darts Iceland frá 2. umferð Floridana deildarinnar í pílukasti…

2 vikur ago

Floridana deildin RVK – 2. umferð 2025 – Áætluð deildaskipting

Hér má sjá áætlaða deildaskiptingu fyrir 2. umferð Floridana deildarinnar RVK árið 2025. Fyrirkomulag uppröðunnar…

2 vikur ago

Floridana deildin NA – 2. umferð 2025 – Áætluð deildaskipting – Uppfært 23:25 – 7.feb.

Hér má sjá áætlaða deildaskiptingu fyrir 2. umferð Floridana deildarinnar NA árið 2025. Fyrirkomulag uppröðunnar…

2 vikur ago

Dartung – Breytingar á dagsetningum

Það kom ábending um að hafa ekki Dartung á sömu helgum og Floridana mótaröðin og…

3 vikur ago

ÍPS óskar eftir umsóknum í Barna- og unglingaráð

Það hefur verið mikil gróska í unglingastarfi hjá aðildarfélögum ÍPS og vöxtur undanfarinna ára er…

4 vikur ago