Fréttir

WDF World Masters 2024

World Darts Federation (WDF) heldur 3 mót dagana 9-13 október næstkomandi í Búdapest, Ungverjalandi. Mótin sem um ræðir eru WDF World Open, WDF World Masters og WDF World Championship Qualifier en í þessum mótum eru bæði stór peningaverðlaun sem og sæti á Heimsmeistaramóti WDF sem er stærsta mót sambandsins ár hvert.

Þar sem ÍPS er hluti af WDF fær sambandið að bjóða 8 keppendum fyrir utan þá sem nú þegar hafa tryggt sér þátttökurétt. ÍPS vill því óska eftir að pílukastarar sem hafa áhuga á að taka þátt í þessum mótum sendi sambandinu tölvupóst á dart@dart.is.

ÍPS mun setja 100.000kr í að styrkja þau sem ákveða að keppa á mótunum og mun sú upphæð skiptast á milli þeirra sem keppa og verður greitt að mótum loknum. Ef fleiri en 8 sækja um verður farið eftir stigalista ÍPS.

ÍPS þarf að skila inn lista yfir keppendur til WDF í september og því er frestur til að senda ÍPS ósk um að fá að taka þátt til 31. ágúst.

Hægt er að lesa nánar um mótin og skráningu á heimasíðu WDF: https://dartswdf.com/news/hotel-bookings-and-entries-now-open-for-the-2024-wdf-world-masters

ipsdart

Share
Published by
ipsdart

Recent Posts

U18 á WDF Europe Cup Youth í Riga – Lettlandi

U18 landsliðhópurinn lagði land undir fót í morgun og eru nú stödd í Riga, Lettlandi,…

1 vika ago

Ísland með besta árangur á Norðurlandamóti WDF síðan 1994

Norðurlandamót WDF (WDF Nordic Cup 2024) fór fram á Bullseye Reykjavík dagana 23.-25. maí 2024.…

1 mánuður ago

Stúlkna- og drengjalandslið valin

Brynja Herborg, landsliðsþjálfari stúlkna U18, og Pétur Rúðrik Guðmundsson, landsliðsþjálfari drengja U18 hafa valið þá…

2 mánuðir ago

Sigurvegarar Íslandsmót Ungmenna 2024

Íslandsmeistarmót Ungmenna fór fram í dag, laugardaginn 11.maí, í aðstöðu PFR. Þrjátíu og þrír þátttakendur,…

2 mánuðir ago