Þau Ingibjörg Magnúsdóttir (PFH) og Páll Árni Pétursson (PG) eru Reykjavíkurleikameistarar 2021 en bæði sigruðu þau sína úrslitaleiki örugglega, 7-0 og 7-1.
Ingibjörg sigraði Sólveigu Daníelsdóttur (PFR) í úrslitaleik kvenna og hafði yfirburði allan leikinn. Sólveig hafði möguleika á að taka út nokkra leggi en tók ekki sína möguleika og Ingibjörg sigldi sigrinum örugglega í höfn og varð því Reykjavíkurleikameistari í annað sinn.
“Þetta er frábær reynsla fyrir okkur að spila í svona umhverfi og gerir okkur að betri spilurum” sagði Ingibjörg í viðtali við RÚV eftir sigurinn og óskaði eftir fleiri slíkum tækifærum í framtíðinni.
Úrslitaleikur karla fór eftir sama handriti og úrslitaleikur kvenna en Páll Árni sigraði Matthías Örn Friðriksson (PG) örugglega 7-1 og varð einnig Reykjavíkurleikameistari í annað sinn.
Páll spilaði af mikilli yfirvegun og var kominn í 3-0 þegar Matthías tók sinn fyrsta legg. Páll svaraði að bragði og vann þá leggi sem eftir voru og 7-1 sigur staðreynd. Páll fagnaði vel og innilega að leik loknum og situr hann nú í efsta sæti á stigalista ÍPS sem núllstilltur var í byrjun árs.
“Ég hleypti Matthíasi aldrei í leikinn og hann fékk aldrei að blómstra. Ég var ákveðinn og var með svar við öllu og útskotin gengu vel í dag” sagði Páll í viðtali við RÚV í lok leiks.
ÍPS vill óska sigurvegurum innilega til hamingju með sigurinn og þakkar öllum þeim sem komu að mótinu á einn eða annan hátt.
Næsta mót á vegum sambandsins er Íslandsmót unglinga 2020 sem fresta þurfi á seinasta ári vegna COVID en er nú spilað í Grindavík þann 13. febrúar.
Fyrsta umferð Floridana deildarinnar fór fram á Bullseye Reykjavík og aðstöðu Pílukastfélags Reykjavíkur sunnudaginn 4.…
Íslandsmót unglinga verður haldið sunnudaginn 25. maí næstkomandi. Það var ráðgert að hafa íslandsmótið unglinga…
Hér má sjá áætlaða deildaskiptingu fyrir 1. umferð Floridana deildarinnar NA árið 2025. Fyrirkomulag uppröðunnar…
Búið er að velja landsliðsúrtakshóp sem mun keppast um að komast í landslið karla og…