
5. umferð ÍPS deildarinn frá fram í dag en 90 keppendur mættu til leiks á Bullseye Reykjavík og 33 keppendur tóku þátt í Norð-Austur deildinni í aðstöðu Píludeildar Þórs á Akureyri.
Hörður vann Gulldeild í Reykjavík í fjórða skiptið og Dylian Kolev stóð uppi sem sigurvegar í Gulldeild Norð-Austur. Arngrímur Anton Ólafsson og Hallgrimur Egilsson tryggðu sér sæti í Gulldeild Reykjavíkur í 6. umferð og Davíð Örn Oddsson og Friðrik Gunnarsson tryggðu sér sæti í Gulldeild Norð-Austur.
Með því að smella á takkann hér að ofan má svo sjá nýjustu meðaltöl allra leikmanna í ÍPS deildinni.
Í 3. umferð tók í gildi fyrirkomulagsbreyting þar sem meðatal leikmanna lækkar um 5% í hverri umferð sem leikmaður sleppir í stað þess að fara alveg niður í 0 ef leikmaður sleppir tveimur umferðum í röð.
Myndir af sigurvegurum
Við hvetjum sigurvegara til að vista myndina sína og deila sem víðast á samfélagsmiðlum














