Skilmálar

Nafn söluaðila: Íslenska Pílukastsambandið
Kt. 470385-0819 (Íþróttafélag ekki vsk-skylt)
Heimilisfang: Borgarholtsbraut 67 – 200kópavogur
Símanúmer/netfang:  855-9363 / dart@dart.is.

Viðskiptaskilmálar:

Eftirfarandi skilmálar gilda um þau viðskipti þín og okkar sem felast í kaupum á vörum í vefverslun okkar.

  • Kaupandi hefur kynnt sér og samþykkir Keppnis- og Mótareglur ÍPS.
  • Kaupandi hefur kynnt sér og samþykkir endurgreiðsluskilmála vegna móta ÍPS
  • Í vefverslun ÍPS er hægt að greiða með kreditkortum frá VISA og MasterCard og debitkortum VISA Electron og Maestro með greiðslugátt hjá Valitor.
  • Vinsamlegast farið vel yfir miðakaupin þegar þau eiga sér stað, er þetta rétt dagsetning, rétt mót, rétt staðsetning o.s.frv. Ekki er hægt að ábyrgjast að hægt sé að breyta miðakaupunum eftir á.
  • Miðasala dart.is, stjórn ÍPS,  né staðarhaldari bera enga ábyrgð á persónulegum munum miðaeigenda fyrir, á meðan, eða eftir að viðburði lýkur. 
  • Aldurstakmark á viðburði ræðst eftir útivistartíma barnaverndarlaga og lögum um vínveitingahús. Börnum yngri en 18 ára er óheimilt að dvelja inni á veitingastað, sem leyfi hefur til áfengisveitinga eftir kl. 20:00 á kvöldin og fram til lokunar staðarins, nema í fylgd með forsjáraðila. ÍPS áskilur sér rétt varðandi frekari reglur í lýsingu viðburðar.
  • Greiðsluupplýsingar: Við vistum aldrei greiðslukortanúmer þitt heldur gefum þér, þegar kemur að því að greiða fyrir vörur, samband við greiðslusíðu færsluhirðis þar sem þú slærð sjálf/sjálfur inn greiðslukortanúmer þitt og aðrar upplýsingar um það greiðslukort sem þú notar. Í staðinn fáum við frá færsluhirðinum staðfestingu á að skuldfærsla á greiðslukortið hafi tekist og þær upplýsingar vinnum við með í bókhaldslegum tilgangi.