Reglur um afskráningu í mótum, endurgreiðslur og inneignir.

  1. Ef leikmaður afskráir sig með tölvupósti á dart@dart.is áður en skráningafresti í mót lýkur getur hann óskað eftir endurgreiðslu eða inneign hjá ÍPS sem hann getur notað í næstu mót á vegum ÍPS.
  2. Ef leikmaður boðar forföll eftir að skráningafresti lýkur og áður en staðfesting á mótsstað lýkur getur leikmaður óskað eftir því að fá inneign hjá ÍPS sem hann getur notað í næstu mót á vegum ÍPS.
  3. Ef leikmaður mætir ekki í mót og boðar engin forföll áður en staðfesting á mótsstað lýkur fær hann hvorki endurgreitt né inneign hjá ÍPS. Viðkomandi leikmaður er einnig áminntur af ÍPS.

Samþykkt í stjórn ÍPS, 29. janúar 2023.