RIG 2025
24. January kl. 19:00 - 25. January kl. 17:00
Pílukast verður hluti af Reykjavík International Games en mótið í ár verður haldið á tveimur stöðum. Riðlakeppni fer fram föstudagskvöldið 24. janúar í aðstöðu PFR að Tangarhöfða 2 en útsláttarkeppni verður spiluð laugardaginn 25. janúar á Bullseye frá 10:30 – 17:00. Stefnt er að því að undanúrslitaleikir í karlaflokki og úrslitaleikir í karla- og kvennaflokki verða síðan í í beinni útsendingu frá kl. 19:30 en þó er það ekki staðfest.
Dagskrá:
Föstudagur 24. janúar
Riðlakeppni karla og kvenna. Spilafyrirkomulag verður gefið út eftir að skráningu lýkur. PFR opnar kl. 17:00 og byrjað verður að spila kl. 19:00. Staðfesta þarf skráningu á staðnum amk. 45 mín fyrir upphaf riðils.
Laugardagur 25. janúar
Útsláttarkeppni karla og kvenna. Spilafyrirkomulag verður gefið út síðar. Bullseye opnar kl. 09:00 og byrja fyrstu leikir í útslætti kl. 10:30.
Þátttökugjald er kr. 4.000
Skráningarfrestur er til fimmtudagsins 23. janúar kl. 18:00.
ATH takkinn sem vísar á síðuna með skráðum keppendum tekur smá stund að hlaðast inn