Stjórn ÍPS vill láta vita að smá tæknilegum vandræðum varðandi upplýsingar um “Avg” keppenda á “skráðir keppendur” síðu mótsins. Fyrir mistök þá komu upp meðaltal keppenda eftir fyrsta mót Floridana í stað meðaltals frá siðasta móti. Því miður þá erum við ekki að ná að laga þetta vandamál og höfum þvi tekið þennan flipa út úr síðunni. Við viljum samt taka fram að þið þurfið ekki að hafa áhyggjur, við erum með allar meðaltalsupplýsingar réttar frá síðasta móti og þær verða notaðar til raða leikmenn rétt í riðla á mótinu á sunnudaginn.
Að lokum vill stjórn ÍPS hvetja meðlimi aðildarfélaga ÍPS til þess að skrá sig á þetta skemmtilega mót. Skráningu lýkur klukkan 16:00 á miðvikudaginn.
