Vegna stutts fyrirvara á tilkynningu staðsetninga deilda Floridana 5. umferðar, hefur stjórn ÍPS ákveðið að færa Kristalsdeildina til Reykjavíkur aftur.

Kristalsdeildin mun því verða spiluð á sunnudeginum 12. október á Bullseye.
Hinsvegar mun Kristalsdeildin verða spiluð á Akureyri í 6. umferð sem er jafnframt lokaumferð Floridana deildarinnar.

Við biðjumst afsökunar á þessum mistökum.
Við erum jú öll mannleg og erum að reyna að komast til móts við alla en það er ekki alltaf hægt því miður.

Kveðja

Stjórn Íslenska Pílukastsambandsins