Aðal

3.umferð Flóridana – Skráning

Gulldeildir í RVK og NA fá Kristalsuppfærslu

Þriðja umferð Flóridana deildarinnar fer fram sunnudaginn 10.mars á Bullseye, PFR og Píludeildar Þórs á Akureyri. ÍPS hefur ákveðið, eftir góðar viðtökur fyrstu tveggja umferða Kristalsdeildar, að yfirfæra sama fyrirkomulag á Gulldeildir í Reykjavík og Norðaustur Deildar. Þær deildir verða því 12 manna deildir með útsláttar fyrirkomulagi. Finna má uppfært regluverk Flóridana deildarinnar HÉR.

4.umferð Kristalsdeildar fer fram á Akureyri í ágúst.

Til þess að gæta betra jafnvægis milli landshluta höfum við einnig ákveðið, í samráði við Píludeildar Þórs, að Kristalsdeild spili fyrir norðan þegar að fjórða umferð fer fram um miðjan ágúst. Nánari upplýsingar um þá umferð verður birt seinna.

Skráning fer fram í Vefverslun Dart.is

Við minnum þátttakendur á að nú er ekki þörf á millifærslum á reikning ÍPS heldur er hægt að greiða með Kredit og Debitkortum ásamt Apple-Pay Greiðslulausninni. Meðlimir ÍPS sem eiga inneign hjá ÍPS ættu núþegar að hafa fengið hana senda í tölvupósti og geta notað kóðann í körfuviðmótinu til þess að greiða þátttökugjald. Hægt er að hafa samband við dart@dart.is fyrir frekari aðstoð.

Skráningu lýkur kl 18:00 miðvikudaginn 6. mars.

Magnús Gunnlaugsson

Recent Posts

Boð á Píluþing Íslenska Pílukastsambandsins 2026

Stjórn Íslenska Pílukastsambandsins boðar hér með til árlegs Píluþings, sem haldið verður Laugardaginn 10. janúar…

6 days ago

Úrvalsdeild kvöld 3 – 8 nóvember

Það er ekki hægt að segja að 3 kvöldið í úrvalsdeildinni hafi boðið upp á…

3 weeks ago

Stigameistarar 2025

Stigameistari 2025 Stigameistari karla með 107 stig söfnuð yfir árið er enginn annar en Alexander…

4 weeks ago

Floridana – 6. Umferð – Úrslit

Kristaldeild 6. umferð Floridana 1. Sæti - Alexander Veigar Þorvaldsson2. Sæti - Hörður Þór Guðjónsson3-4.…

4 weeks ago

Úrvalsdeild kvöld 2 – 1 nóvember

Það var svokallaður Reykjavíkurslagur í úrslitaleiknum á kvöldi 2 í Úrvalsdeildinni sem var haldin í…

4 weeks ago

Floridana 6. umferð – Útsendingar

Hægt er að fylgjast með útsendingum Lokaumferð Floridana deildarinnar á streymi Live Darts Iceland Reykjavíkurdeildin:…

4 weeks ago