Aðal

3.umferð Flóridana – Skráning

Gulldeildir í RVK og NA fá Kristalsuppfærslu

Þriðja umferð Flóridana deildarinnar fer fram sunnudaginn 10.mars á Bullseye, PFR og Píludeildar Þórs á Akureyri. ÍPS hefur ákveðið, eftir góðar viðtökur fyrstu tveggja umferða Kristalsdeildar, að yfirfæra sama fyrirkomulag á Gulldeildir í Reykjavík og Norðaustur Deildar. Þær deildir verða því 12 manna deildir með útsláttar fyrirkomulagi. Finna má uppfært regluverk Flóridana deildarinnar HÉR.

4.umferð Kristalsdeildar fer fram á Akureyri í ágúst.

Til þess að gæta betra jafnvægis milli landshluta höfum við einnig ákveðið, í samráði við Píludeildar Þórs, að Kristalsdeild spili fyrir norðan þegar að fjórða umferð fer fram um miðjan ágúst. Nánari upplýsingar um þá umferð verður birt seinna.

Skráning fer fram í Vefverslun Dart.is

Við minnum þátttakendur á að nú er ekki þörf á millifærslum á reikning ÍPS heldur er hægt að greiða með Kredit og Debitkortum ásamt Apple-Pay Greiðslulausninni. Meðlimir ÍPS sem eiga inneign hjá ÍPS ættu núþegar að hafa fengið hana senda í tölvupósti og geta notað kóðann í körfuviðmótinu til þess að greiða þátttökugjald. Hægt er að hafa samband við dart@dart.is fyrir frekari aðstoð.

Skráningu lýkur kl 18:00 miðvikudaginn 6. mars.

Magnús Gunnlaugsson

Recent Posts

Dartung 3 verður haldið á Akureyri

Næsta dartung mót, Dartung 3, verður haldið á Akureyri laugardaginn 13. september í aðstöðu Píludeildar…

7 days ago

Umsókn fyrir boðsmiða á WDF Masters

WDF World Masters 2025 verður haldið í Ungverjalandi, 29. október - 1. nóvember. ÍPS hefur…

2 weeks ago

UK3 – Reykjanesbær – Úrvalsdeildin 2025 – Úrslit

Í gær, 29.júni, var haldin þriðja undankeppni úrvalsdeildarinnar í pílu í Reykjanesbæ. 45 leikmenn mættu…

2 weeks ago

UK2 – Akureyri – Úrvalsdeildin 2025 – Úrslit

Í gær, 19.júni, var haldin önnur undankeppni úrvalsdeildarinnar í pílu á Akureyri. 42 leikmenn mættu…

3 weeks ago

UK2 – Bein útsending

Hér má finna beinar útsendingar Live Darts Iceland frá Píludeild Þórs en þar fer fram…

4 weeks ago