Um helgina var haldið stórt WDF mót í Færeyjum, Færeyjar Open og Þórshöfn Open og voru fjölmargir íslendingar sem tóku sig til og ferðuðust til frændur okkar í Færeyjum og tóku þátt í þessum mótunum. Á föstudeginum var haldið tvímenningsmót þar sem íslenskir keppendur stóðu sig mjög vel. Brynja Herborg ásamt Milou Emriksdotter sigrðuðu kvennaflokkinn en Sara Birgisdóttir og Sara Heimisdóttir enduðu í 3-4 sæti. Í karlaflokki náðu Axel James Wright og Kristján Sigurðsson annarsvegar og Árni Ágúst Daníelsson og Karl Helgi Jónsson hinsvegar, 3-4 sæti.

Viljum við hjá ÍPS óska þessum aðilum til hamingju með flottan árangur í tvímenningum.

Axel James Wright var hinsvegar stjarna mótsins á laugardeginum og sunnudeginum því hann gerði sér lítið fyrir og sigraði bæði Færeyjar Open og Þórshöfn Open í ungmennaflokki U18 og eru þetta fyrstu WDF titlar hans.

Þess má geta að á laugardeginum þá tapaði Axel ekki legg fyrr en í úrslitaleiknum í Færeyjar Open komst í gegnum það mót taplaus og hann tapaði eingöngu einum leik alla helgina í einmenningum.

Við hjá ÍPS óskum Axel James innilega til hamingju með árangurinn.