ÍPS auglýsir eftir þjálfara til að sinna unglingalandsliðum Íslands tímabilið 2025-2027.
Mikill vöxtur hefur verið í unglingastarfi tengt pílukasti á Íslandi og gerum við ráð fyrir að það eigi eftir að vaxa enn frekar. Við erum að leita af aðilum sem hafa brennandi áhuga á þjálfun unglinga og hjálpa okkur að vaxa enn frekar á komandi árum.
Óskað er eftir þjálfara fyrir
Unglingalandsliði drengja og stúlkna. (Sami þjálfarinn fyrir bæði drengi og stúlkur).
Menntunar- og hæfniskröfur
– Áhuga á að mennta sig sem þjálfari í samráði við ÍPS.
ÍPS áætlar að setja upp þjálfaranámskeið fyrir áhugasama þjálfara og æskilegt er að landsliðsþjálfarar sæki þau námskeið.
– Æskilegt er að umsækjendur hafi reynslu af þjálfun barna og ungmenna.
– Brennandi áhugi á þjálfun.
– Jákvætt lífsviðhorf og góða leiðtoga- og samskiptahæfileika.
– Sjálfstæði í starfi og hæfileiki til að vinna með öðrum.
– Frumkvæði og drifkraftur.
– Almenn tölvufærni og hæfni til að tjá sig í rituðu og töluðu máli
– Hreint sakavottorð er skilyrði.
Meginhlutverk þjálfara
Í dag fara unglingalandsliðin í eina keppnisferð á ári sem er yfirleitt i júlí ár hvert. Meginhlutverk þjálfara er að fylgjast með krökkum- og unglingum landsins í gegnum keppnir á vegum ÍPS og vera í góðu samstarfi með yngri flokka þjálfurum félaganna. Þjálfari fylgist með krakka- og unglingamótum á vegum ÍPS og aðildarfélaganna og býr til úrtakshóp og skipuleggur æfingar í góðri samvinnu með stjórn ÍPS og Barna- og unglingaráði.
Þjálfari skipuleggur með stjórn ÍPS og Barna- og unglingaráði keppnisferðir sem eru á vegum WDF sem unglingalandsliðið keppir á hverju sinni.
Þjálfari hugar að góðum samskiptum við foreldra/forráðamenn.
Umsóknarfrestur er til 16:00 miðvikudaginn 11 des. 2024.
Umsóknir og nánari upplýsingar sendast á netfangið dart@dart.is
Fylgja skal greinagerð með umsókn um þjálfara og hvernig þjálfari sér fyrir sér að sinna þjálfuninni.
Öllum umsóknum verður svarað og farið með þær sem trúnaðarmál.