Á síðasta píluþingi ÍPS var ákveðið stofnaðar yrði nokkrar nefndir sem hefðu það hlutverk að aðstoða stjórn ÍPS við ýmiskonar vinnu í kringum starf ÍPS og þannig létt aðeins undir fyrir stjórnarmeðlimum ÍPS. Þessar nefndir munu fá að vinna sjálfstætt til að sinna sínum hlutverkum en þó undir þeirri stefnu sem stjórn ÍPS leggur upp með.

Stjórn ÍPS hvetja áhugasama meðlimi sambandsins að sækja um að starfa í nefndunum og aðstoða okkur við að gera þessa íþrótt enþá stærri og flottari. Ef ekki næst að fylla í nefndir verður sendar beðnir á aðildarfélög um að tilnefna einstaklinga úr þeirra félagi til þess að taka að sér stöðu í þeim nefndum sem á eftir að fylla.

Móta og framkvæmdarnefnd.

ÍPS óskar eftir einstaklingum í “móta og framkvæmdarnefnd”. Í þessari nefnd er unnið að mótastarfi, þeir sem eru í þessari nefnd hafa heimild til að halda mót, veita keppendum áminningar, vísa keppendum úr móti, framfylgja reglum og refsingum vegna brota á reglum í mótum, Ætlast er til þess að þeir sem sitja í þessari nefnd geri mótstaði klára fyrir mót og ganga frá eftir mót, þ.e. Setja t.d. Okie á rétta staði, ganga frá rusli, raða borðum og stólum á sinn stað. Smíðar tengt við ferðastanda setja streymistölvur í gang og halda utan og streymi í leikjum. Frítt verður í mót ÍPS fyrir þá einstaklinga sem eru í Móta og framkvæmdarnefnd

Aga og reglunefnd.

ÍPS óskar eftir einstaklingum í aga og reglunefnd, hlutverk aga og reglunefndar er að taka við og vinna úr kvörtunum varðandi hegðunarbrot.

Afreksnefnd.

ÍPS óskar eftir einstaklingum í afreksnefnd, hlutverk afreksnefndar er meðal annars að velja afreksfólk

Styrktarnefnd.

ÍPS óskar eftir einstaklingum í styrktarnefnd til að sækja í styrki og auglýsa píluna fyrir hönd ÍPS.

Þingnefnd.

ÍPS óskar eftir einstaklingum í þingnefnd, þingnefnd ákveður þingstað fyrir píluþing, setja upp dagskrá, taka við tillögum fyrir píluþing og taka við kjörbréfum og þingtengdu efni.

Afmælisnefnd.

ÍPS óskar er eftir einstaklingum í afmælisnefnd til að plana viðburð tengdum afmæli íps nefndir vinna að tillögum sem stjórn ÍPS tekur fyrir og samþykkir eða hafnar.

Við óskum eftir að umsóknir í nefndir berist á dart@dart.is