- Íslandsmót Félagsliða fer fram núna um helgina 30-31 ágúst á Bullseye.
- 12 félög eru skráð til leiks og eru 22 karlalið og 4 kvennalið.
Það þýða 44 pör í tvímenning karla og 8 pör í tvímenning kvenna.
Þetta er því fjölmennasta Félagsliðamót ÍPS til þessa.
- Dregið var miðvikudaginn 27. ágúst svo mótstjórn hafi fimmtudag og fyrri hluta föstudags til að leiðrétta villur eða breytingar sem koma upp.
Úrdrátturinn fyrir laugardag verður auglýstur á föstudaginn 29. Ágúst kl 14:00.
Við minnum keppendur á Keppnis- og Mótareglur ÍPS og þá sérstaklega varðandi klæðnað og háttvísi.
Á staðnum verður hægt að kaupa sér eitthvað af matseðli en sá seðill hefur verið betrumbættur. Reynum að virða það að veitingar og drykkir er seldar á staðnum og hjálpumst að.
- Ef einhverjar upplýsingar vantar á mótstað er alltaf betra til að það verði ekki misskilningur, að liðstjórar komi til mótstjóra og ræði málin.
- Ath – Hægt er að fylgjast með öllum leikjum á Dartconnect og í streymi Live Darts Iceland.
Dartconnect – Einmenningur og Tvímenningur
Live streymi frá Live Darts Iceland
Dagskrá – Laugardagur
Hús opnar: kl. 08:30
Útsláttur í tvímenning karla hefst kl. 10:00 og stefnt er á að það klárist kl 14:00.
Einmenningur byrjar kl.14:30 en ef klukkan er okkur í hag munum við byrja fyrr.
Þar sem allir spilarar fá pásur inn á milli í útslætti þá ættu allir að hafa nægan tíma fyrir mat og rólegheit, við minnum þó á að passa sig að mæta ekki seint á línu, það gæti haft afleiðingar.
Útsláttur í tvímenning kvenna byrjar kl 10:00 til úrslitaleiks. Að tvímenning loknum verður tekin stutt pása áður en byrjað verður á í einmenning kvenna.
Spiluð verða úrslit karla og kvenna í tvímenning á laugardeginum.
Aftur ef klukkan er okkur í hag ætti að vera hægt að klára einmenning á laugardeginum, ef ekki þá munum við spila hann á sunnudagsmorgninum áður en liðakeppnin byrjar.
Virðum leikinn og höfum gaman !!
