Kristján Sigurðsson landsliðsþjálfari karla og kvenna tilkynnti í gær þá 8 leikmenn sem koma til með að keppa fyrir hönd Íslands á WDF Heimsmeistaramótinu í Esbjerg, Danmörku í september nk.
Í kvennaliði Íslands eru:
Í karlaliði Íslands eru:
Heimsmeistararamótið, eða WDF World Cup verður haldið í Esjberg í Danmörku dagana 26. – 30. september 2023. Núverandi liðameistarar á WDF World Cup frá 2019 er lið Wales, en mótið var ekki haldið árið 2021 vegna kórónuveirufaraldursins.
Dart.is tók tal af Kristjáni landsliðsþjálfara og spurði hann út í landsliðsvalið og hvernig hann metur stöðuna á íslensku pílukasti og framtíð þess.
Hvernig leggst í þig að fara á heimsmeistaramótið sem landsliðsþjálfari bæði karla og kvennaliðsins?
Ég er mjög spenntur fyrir komandi verkefni. Ég veit að allir sem að þessu koma eru til í að leggja sig 100% fram og sýna þessu verkefni mikla virðingu.
Nú eru alltaf fleiri og fleiri pílukastarar sem gera tilkall til landsliðsins. Hvernig gekk að velja bara fjóra kastara í hvort lið?
Það var gríðarlega erfitt að velja aðeins 4 kastara í hvort lið. Það gerðu margir einstaklingar mjög sterkt tilkall til þess að vera í liðinu og stór nöfn í pílukastinu hér á landi sem ekki komust í liðið að þessu sinni. Við erum komin á þann stað að vera svo heppin að vera með það mikið af spilurum að það væri hægt að velja 2 til 3 lið sem öll gætu staðið sig vel á þessu móti.
Nú upplifir maður svona eins og íslenskt pílukast sé á mikilli uppleið. Hvernig metur þú getu okkar liða gagnvart t.d. nágrannaþjóðum okkar núna og möguleika okkar gegn þeim á næstu árum?
Við höfum verið aðeins á eftir hinum þjóðunum á síðustu árum en við erum að nálagast hinar þjóðirnar hratt. Við höfum sýnt það á mótum erlendis að við eigum fullt erindi í þessa erlendu spilara. Ég veit að við getum bitið frá okkur og við förum óhrædd í þetta mót. Á næsta ári verður Nordic Cup hér á landi og þar eigum við að setja markið hátt.
Hér má sjá áætlaða deildaskiptingu fyrir 2. umferð Floridana deildarinnar RVK árið 2025. Fyrirkomulag uppröðunnar…
Hér má sjá áætlaða deildaskiptingu fyrir 2. umferð Floridana deildarinnar NA árið 2025. Fyrirkomulag uppröðunnar…
Það kom ábending um að hafa ekki Dartung á sömu helgum og Floridana mótaröðin og…
Það hefur verið mikil gróska í unglingastarfi hjá aðildarfélögum ÍPS og vöxtur undanfarinna ára er…
Úrslitin í RIG réðust á laugardinn 25. janúar þar sem Hörður Guðjónsson og Sigurður Helgi…