Fréttir

Magnús Már tryggði sér sæti í Úrvalsdeildinni

UK4 Bullseye fór fram miðvikudaginn 10. maí á Bullseye Reykjavík en það var Pílufélag Kópavogs sem sá um mótstjórn. 40 pílukastarar kepptu um eitt laus sæti í Úrvalsdeild Stöð 2 Sport sem fer fram í haust á Bullseye og að sjálfsögðu í þráðbeinni útsendingu.

Það var hann Magnús Már Magnússon (PFH) sem tryggði sér sæti í Úrvalsdeildinni í UK4, fjórðu undankeppninni fyrir Úrvalsdeildina 2023 þetta vorið. Magnús sigraði Barða Halldórsson (PKK) í 5-1.

Magnús er 22. pílukastarinn til að tryggja sér sæti í Úrvalsdeildinni þetta árið. 10 síðustu sætin verða í boði í tveimur undankeppnum, Íslandsmótum og ÍPS vali (Wildcard)

Næsta undankeppni fer fram hjá PFR á Tangarhöfða þann 20. maí nk. Nánari upplýsingar og skráning í UK5 Tangarhöfða má finna hér

Helgi Pjetur

Recent Posts

U18 á WDF Europe Cup Youth í Riga – Lettlandi

U18 landsliðhópurinn lagði land undir fót í morgun og eru nú stödd í Riga, Lettlandi,…

1 week ago

Ísland með besta árangur á Norðurlandamóti WDF síðan 1994

Norðurlandamót WDF (WDF Nordic Cup 2024) fór fram á Bullseye Reykjavík dagana 23.-25. maí 2024.…

1 month ago

Sigurvegarar Íslandsmót Ungmenna 2024

Íslandsmeistarmót Ungmenna fór fram í dag, laugardaginn 11.maí, í aðstöðu PFR. Þrjátíu og þrír þátttakendur,…

2 months ago

Úrvalsdeild 2024 – 16 kastarar, 7 sæti ennþá í boði. Svona tryggir þú þér þátttökurétt

Úrvalsdeildin verður aftur á dagskrá í haust, en í þetta sinn keppa 16 pílukastarar í…

2 months ago