UK4 Bullseye fór fram miðvikudaginn 10. maí á Bullseye Reykjavík en það var Pílufélag Kópavogs sem sá um mótstjórn. 40 pílukastarar kepptu um eitt laus sæti í Úrvalsdeild Stöð 2 Sport sem fer fram í haust á Bullseye og að sjálfsögðu í þráðbeinni útsendingu.

Það var hann Magnús Már Magnússon (PFH) sem tryggði sér sæti í Úrvalsdeildinni í UK4, fjórðu undankeppninni fyrir Úrvalsdeildina 2023 þetta vorið. Magnús sigraði Barða Halldórsson (PKK) í 5-1.

Magnús er 22. pílukastarinn til að tryggja sér sæti í Úrvalsdeildinni þetta árið. 10 síðustu sætin verða í boði í tveimur undankeppnum, Íslandsmótum og ÍPS vali (Wildcard)

Næsta undankeppni fer fram hjá PFR á Tangarhöfða þann 20. maí nk. Nánari upplýsingar og skráning í UK5 Tangarhöfða má finna hér