Í laugardaginn, 12.júli, var haldin fjórða undankeppni úrvalsdeildarinnar í pílu í Snooker&Pool í Reykjavík. 31 leikmenn mættu til leiks en í húfi var keppnisréttur í úrvalsdeildinni en sigurvegari mótsins fær sæti í því móti.

Byrjað var að spila í átta 3-4 manna riðlum og komust tveir efstu í hverjum riðli áfram. Eftir riðlakeppnina var farið í útsláttarkeppni en 16 manns komust áfram í útsláttin og var spilað þar til eingöngu tveir voru eftir.

Leikmennirnir sem mættust í úrslitunum voru Jón Bjarmi Sigurðsson (PFR) og Axel James Wright (PFR). Enduðu leikar þannig að Jón Bjarmi sigraði Axel James 5-1. Óhætt er að segja að sigur Jón Bjarma var býsna öruggur en þrátt fyrir góða framistöðu frá Axel James þá var Jón Bjarmi allan tíman á undan kláraði leikinn með frábærri spilamennsku í þessum leik.

Viljum við í stjórn ÍPS óska Jón Bjarma innilega til hamingju með sigurinn og sætið sitt í úrvalsdeildinni.

Framundan er svo undirbúningur fyrir úrslitakeppni Úrvalsdeildarinnar með Sýn og öðrum aðilum sem koma að þessari keppni. Þegar sú vinna hefur farið fram verður gefin út tilkynning varðandi framkvæmd mótsins.

Leikmenn komnir með keppnisrétt.

Að lokum viljum við í stjórn ÍPS láta vita að stjórnin barst kvörtun vegna framkvæmdar UK4. Snýr sú kvörtun um utanumhald og framkvæmd skráningar á mótið en sömuleiðis var kvartað yfir framkvæmd röðunar (seed) í riðla.

Stjórn ÍPS gengur við því að mistök voru gerð við skráningu þar sem loka átti fyrir skráninguna þegar 32 keppendur voru skráðir en hinsvegar gleymdist að setja það inn við gerð skráningarformsins og endaði það því það með því að 34 keppendur fengu skráningu. Einnig gékk illa að uppfæra skráningalistann vegna manneklu í stjórn ÍPS en vegna sumarfríia, anna í vinnu og veikindi í fjölskyldu meðlims stjórnar var ekki unnt að uppfæra skráningarlistan á meðan skráning var í gangi.

Viljum við þó taka fram að þrátt fyrir þessi mistök þá mun það ekki hafa áhrif á úrslit á mótinu og úrslit þess mun standa.

Stjórn ÍPS vill biðjast afsökunar á öllu þessu veseni í kringum framkvæmd UK4 og munum við reyna bæta vinnubrögð við skráningu á mót í framtíðinni svo þetta gerist ekki aftur. Sömuleiðis ætlum við að setja af stað vinnu í að uppfæra og breyta stigalista ÍPS til að einfalda uppsetningu hennar og þar með gera það augljósara hvernig seed-að er í mót