Á laugardagskvöldið ráðast úrslitin í Úrvalsdeildinni í pílukasti, í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport.
Fjórir keppendur eru komnir í úrslit eftir undanriðlana en það eru:
Fyrstur í úrslitin er Arnar Geir Hjartarson, 27 ára starfsmaður upplýsingatæknideildar hjá Kaupfélagi Skagfirðinga. Hóf að keppa í pílu fyrir einu og hálfu ári og keppir fyrir Tindastól.
Annar í úrslitin er enginn annar en „handsprengjan“, Vitor Charrua, fyrrverandi Íslandsmeistari og einn allra fremsti pílukastari landsins.
Þriðji í úrslitin er hann Karl Helgi Jónsson, 57 ára kokkur sem hefur verið með þeim fremstu á Íslandi undanfarin ár.
Fjórði keppandi kvöldsins er svo hinn 18 ára gamli Alexander Veigar Þorvaldsson, nemi við Fjölbrautaskóla Suðurnesja, en hann er þrefaldur Íslandsmeistari unglinga og afar efnilegur.
Bein útsending frá keppninni hefst á laugardaginn n.k. 3. desember klukkan 20 á Stöð 2 Sport. Strax í kjölfarið tekur Stjörnupílan 2022 við.
ÍPS auglýsir eftir þjálfara til að sinna unglingalandsliðum Íslands tímabilið 2025-2027. Mikill vöxtur hefur verið…
Í gær fór fram síðasta kvöldið í Úrvalsdeildinni þar sem línur skýrðust tengt því hvaða…
Sjötta umferð Floridana deildarinnar fór fram á Bullseye Reykjavík og aðstöðu Pílukastfélags Reykjavíkur sunnudaginn 24.…
4. umferð DartUng mótaraðarinnar í samvinnu við PingPong.is fór fram í aðstöðu Píludeildar Þórs á…
Íslandsmótið í 301 árið 2024 fór fram í aðstöðu Píludeildar Þórs helgina 5-6 október síðastliðinn.…
Ísl.mót félagsliða fer fram núna helgina 31.ágúst og 1.september hjá PFR, Tangarhöfða 2.Níu félög eru…