- This event has passed.
DartUng 3
21. September kl. 10:00 - 16:00
Íslenska Pílukastsambandið kynnir með stolti DARTUNG, Unglingamótaröð ÍPS og PingPong.is í pílukasti 2024.
DARTUNG 3 verður haldið laugardaginn 21. september 2024 í aðstöðu Pílukastfélags Reykjavíkur að Tangarhöfða 2. Húsið opnar kl 10:00 og er áætlað að mótið hefjist kl 11:00.
Allir pílukastarar á aldrinum 9-18 ára (fæddir 2006-2015) geta tekið þátt í þessari mótaröð en spiluð verða 4 mót á árinu 2024. Stig verða gefin fyrir árangur og stigalisti aðgengilegur hér á dart.is. Dagsetningar allra umferða má finna á viðburðasíðu dart.is
Mótaröðin er aldurs- og kynjaskipt og spilaðir eru riðlar + útsláttur.
DARTUNG 2 verður skipt í aldurshópana 9-13 ára og 14-18 ára. Miðað er við árið og eru því allir krakkar sem eru orðnir 9 ára á árinu velkomnir og unglingar sem verða 18 ára á þessu ári fá einnig þátttökurétt á mótaröðinni.
Stig verða gefin fyrir árangur í mótunum og verða þau sem hér segir:
1 sæti: 30 stig
2 sæti: 20 stig
3.-4. sæti: 15 stig
5.-8. sæti: 10 stig
9.-16. sæti: 5 stig
Þátttökugjald er 1500kr og er hægt að skrá sig og greiða með því að smella á takkann hér fyrir neðan. Einnig er hægt að skoða skráða keppendur.