- This event has passed.
Floridana deildin – 1. umferð
14. January kl. 10:30 - 17:00
Um Floridana deildina
Floridana deildin er fyrir alla pílukastara sem hafa gilda skráningu í einu af aðildarfélögum sambandsins. Ef þú ert ekki núþegar skráð/ur í aðildarfélag þá getur þú gert það með því að fylla út skráningu í ÍPS hér. (ATH þetta er ekki skráning í Floridana deildina, hún er neðst á þessari síðu.) Floridana deildin er hönnuð fyrir pílukastara á öllum sviðum íþróttarinnar. Deildirnar eru settar þannig upp að þú færð marga keppnisleiki og flesta við leikmenn með svipað getustig. Það skiptir ekki máli hvort þú stefnir á að keppa fyrir landslið Íslands eða ert að taka þín fyrstu skref í pílukasti, þú færð alltaf að keppa við jafninga í íþróttinni og því undir þér komið hvað þú vilt ná langt. (ATH þeir sem eru að skrá sig í fyrsta skipti eða eru að skrá sig aftur eftir að hafa tekið langt hlé gætu lent á móti leikmönnum sem eru ekki með svipað getustig.)
Nýtt fyrirkomulag efstu deilda
Stjórn ÍPS hefur ákveðið að gera fyrirkomulagsbreytingar á efstu deildum Floridana deildarinnar og taka þær gildi strax í fyrstu umferð, 14. janúar. Einnig verða teknir í notkun nýjir stigalistar ÍPS. Nánari upplýsingar um þessar breytingar hér.
Staðsetning, fyrirkomulag og reglur
1. umferð verður haldin sunnudaginn 14.janúar nk. á Bullseye, Snorrabraut 34. Keppni í Norðuausturdeild Floridana deildarinnar fer fram í aðstöðu Píludeildar Þórs að Laugargötu 4, Akureyri. Leikir í öllum deildum hefjast kl. 10:30 en húsið opnar kl. 09:00. Staðfesta þarf skráningu á staðnum amk. 45 mín fyrir upphaf allra deilda. Ef skráning verður mikil gæti þurft að spila einhverjar deildir í aðstöðum pílufélaga sambandsins.
Fjöldi deilda fer eftir skráningu hverju sinni. Hámarksfjöldi í hverri deild eru 9 manns að Kristalsdeild undanskilinni en þar eru 12 manns. Ef skráningar ná ekki uppí 9 keppendur í allar deildir fyrir ákveðna umferð þá gæti þurft að breyta fjölda í hverri deild í þeirri umferð en ávallt verður reynt að hafa 7-9 manns í hverri deild í hverri umferð.
Spilað er 501, best af 7 leggjum í þremur efstu deildum en best af 5 leggjum í öðrum deildum. Í Norðausturdeild er spilað best af 7 leggjum í efstu deild en best af 5 í öðrum deildum. Allir spila við alla einu sinni og er gefið 1 stig fyrir sigur í hverjum leik. Sigurvegarar hverrar deildar verða krýndir að hverri umferð lokinni og fá þau að launum glæsilegan verðlaunapening. Þeir keppendur sem lenda í tveimur efstu sætum hverrar deildar tryggja sig upp um amk. eina deild og þeir keppendur sem lenda í tveimur neðstu sætum hverrar deildar í úrslitaumferðinni falla niður um amk. 1 deild.
Nánari upplýsingar og regluverk Floridana deildarinnar má sjá með því að smella HÉR og nýja fyrirkomulag efstu deilda með því að smella HÉR
Keppendum er raðað í deildir út frá meðaltali, nema í Kristalsdeild þar sem einungis er hægt að tryggja sér sæti í henni með því að lenda í fyrsta eða öðru sæti Gulldeildar RVK eða 1. sæti í Gulldeild NA. Meðaltal þeirra keppenda sem mæta ekki umferð lækkar um 5%. Meðaltal keppanda eftir 6. umferð 2023, efstu tveir keppendur í öllum deildum sem hafa tryggt sig upp um amk eina deild og þeir tveir keppendur sem falla niður um amk eina deild má sjá hér að neðan. Úrslit 5. umferðar 2023 Heildarmeðaltal Floridana deildarinnar 2023
Skráning & greiðsla
Skráning er hafin og ATH! skráningarfrestur er til kl. 18:00, föstudaginn 12. janúar 2024. Hægt er að skrá sig með því að fylla út formið hér að neðan. Skráning er ekki gild fyrr en búið er að greiða þátttökugjald. Ef þátttökugjald er ekki greitt á réttum tíma bætist við 500kr refsigjald.
ATH! keppendur með öruggt sæti í Kristalsdeild skrá sig sérstaklega í hana. Hér er hægt að sjá hvaða keppendur eiga tryggt sæti í Kristalsdeild í 1. umferð
Þátttökugjald er 3.500 kr. og er eingöngu hægt að millifæra á: Kt. 470385-0819 Reikningsnúmer: 0301-26-014567. Ef þú átt inneign og vilt nýta hana sendu okkur póst á dart@dart.is. Hægt er að skoða inneignarstöðuna HÉR Reglur um afskráningu í mótum ÍPS, endurgreiðslur og inneignir er hægt að skoða HÉR
Skráðir keppendur
ATH! Greiðslustaða uppfærist ekki í rauntíma. ÍPS reynir eftir fremsta megni að uppfæra hana á amk 24 klst fresti.