
Íslandsmótið í pílukasti – Einmenningur og tvímenningur
15. March - 16. March

Um Íslandsmótið 2025
Íslandsmót 501 í pílukasti verður haldið á Bullseye laugardaginn 15. mars (einmenningur) og sunnudaginn 16. mars (tvímenningur). (Ef mikil þátttaka verður, þá verða einhverjir riðlar spilaðir í PFR. Það verður gefið út eftir að skráningu lýkur).
Spilaðir verða riðlar og útsláttur í 501.
Við hvetjum alla til að koma og fylgjast með Íslandsmeistaratitlum fara á loft á besta pílustað í heimi!
Fyrirkomulag og reglur
Staðsetning: Bullseye Snorrabraut 54. (Mögulega einhverjir riðlar spilaðir í aðstöðu PFR á Tangarhöfða 2).
Dagsetning: Einmenningur á laugardaginn 15. mars og tvímenningur á sunnudaginn 16. mars 2025.
Tímasetning: Mótstaður opnar kl. 09:00, leikir í riðlum hefjast kl. 11:00.
Staðfesting skráningar: Staðfesta þarf skráningu á staðnum amk. 60 mín fyrir upphaf móts, eða fyrir kl. 10:00.
Fyrirkomulag: 501 einmenningur. Spilað verður í riðlum og útslætti.
Leggjafjöldi:
Riðlar: Best af 5
L32: Best af 7
L16: Best af 9
L8: Best af 9
Undanúrslit: Best af 11
Úrslit: Best af 13
Skráningarfrestur: 13. mars – 18:00
Keppnisgjald: 5.000kr
Styrkleikaröðun: Já, styrkleikaraðað verður í riðla út frá stigalistum ÍPS fyrir árið 2025 hjá konunum og út frá rúllandi stigalista hjá körlunum síðustu 12 mánuða.