Píluþing Íslenska Pílukastsambandsins 2026

Píluþing Íslenska Pílukastsambandsins fer fram á Akureyri, Laugardaginn 10. Janúar 2026 (nánari staðsetning verður auglýst síðar)
Formleg dagskrá þingsins liggur nú fyrir og hefur verið send aðildarfélögum í samræmi við lög ÍPS.
PÍLUÞING ÍPS 2026
Dagskrá og þinggögn
Akureyri – Laugardagur 10. janúar 2026
Með vísan til boðunar til Píluþings ÍPS sendir stjórn ÍPS hér með formlega dagskrá þingsins, í samræmi við lög
sambandsins. Nánari upplýsingar um fundarstað verða sendar sérstaklega.
Dagskrá Píluþings ÍPS
1. Þingsetning
2. Kosning embættismanna þingsins: þingforseta og ritara
3. Skýrsla stjórnar um störf síðasta árs
4. Gjaldkeri leggur fram endurskoðaða reikninga
5. Umræður um skýrslu stjórnar og reikninga
6. Reikningar bornir undir atkvæði
7. Ákvörðun árgjalds
FUNDARHLÉ
8. Stjórn leggur fram fjárhagsáætlun fyrir næsta starfsár
9. Tillögur um breytingar á lögum og reglugerðum sambandsins
10. Nefndarálit, tillögur og atkvæðagreiðslur um þær
11. Kosning stjórnar samkvæmt 9. grein laga sambandsins
12. Önnur mál
13. Þingslit
Stjórn Íslenska Pílukastsambandsins (ÍPS)
