Fréttir

Floridana deildin – 3. umferð – Úrslit

3. umferð Floridana umferðarinnar fór fram síðastliðinn sunnudag og spilað var á þremur stöðum, á Bullseye Reykjavík, Píludeild Þórs og í aðstöðu Pílufélags Dalvíkur. Alls voru 174 keppendur sem tóku þátt. Í efstu deild, Kristalsdeild, var það Pétur Rúðrik Guðmundsson frá Pílufélagi Grindavíkur sem sigraði en hann vann Harald Birgisson úr Pílufélagi Kópavogs 6-1 í úrslitaleiknum. Í Gulldeild NA var það Edgars Keda Kedza sem sigraði Sigurður Brynjar Þórisson 6-4 í úrslitaleiknum og tryggði sér þannig sæti í Kristalsdeildinni í næstu umferð en hún fer fram á Akureyri í ágúst.

Hér fyrir neðan má síðan sjá úrslit allra deilda. Ef þú ert að skoða í síma þá þarftu að skruna til hliðar til að sjá allar deildir:

Stigalisti ÍPS hefur verið uppfærður eftir 3. umferðina og má nálgast hér: Stigalisti ÍPS 2024

Hér má síðan horfa á öll 100+ útskotin sem náðust í beinni útsendingu hjá Live Darts Iceland:

Hér má síðan sjá myndir af sigurvegurum allra deilda. Í galleríið vantar myndir af Jóni Pálssyni, sigurvegara Bronsdeildar NA og Eiríki Kristinssyni, sigurvegara Stáldeildar RVK. Stjórn ÍPS óskar öllum verðlaunahöfum innilega til hamingju með árangurinn. Floridana deildin er nú komin í frí en 4. umferð verður haldin þann 18. ágúst næstkomandi og mun Kristalsdeildin vera leikin í aðstöðu Þórs á Akureyri.

Næsta mót á vegum ÍPS er DARTUNG mótaröðin en hún fer fram á Akureyri þann 6. apríl næstkomandi. Við minnum síðan á Iceland Open & Iceland Masters sem fer fram helgina 13-14 apríl og er skráning í báða viðburði opin. Við bendum á að eftir 15.mars hækkar treyjan í 8.990 svo um að gera tryggja sér eintak sem fyrst. DARTUNG – 2. umferð / Iceland Open/Masters 2024

Pétur Rúðrik – Kristalsdeild
Arngrímur Anton – Gulldeild RVK
Edgars Kedza – Gulldeild NA
Þorgeir Guðmundsson – Silfurdeild RVK
Jón Ragnar
Hallgrímur Smári – Bronsdeild RVK
Axel James – Kopardeild RVK
Hörður Ingi
Kjaran Sveinsson – Járndeild RVK
Halldór Ingvar
Steinunn Dagný – Blýdeild RVK
Viðar Helgason
Tryggvi Þórhallsson – Áldeild RVK
Birgir Þór
Daníel – Sinkdeild RVK
Jóhann
Margeir – Trédeild RVK
Ástþór – Plastdeild RVK
ipsdart

Recent Posts

WDF World Masters 2024

World Darts Federation (WDF) heldur 3 mót dagana 9-13 október næstkomandi í Búdapest, Ungverjalandi. Mótin…

12 klukkustundir ago

U18 á WDF Europe Cup Youth í Riga – Lettlandi

U18 landsliðhópurinn lagði land undir fót í morgun og eru nú stödd í Riga, Lettlandi,…

1 vika ago

Ísland með besta árangur á Norðurlandamóti WDF síðan 1994

Norðurlandamót WDF (WDF Nordic Cup 2024) fór fram á Bullseye Reykjavík dagana 23.-25. maí 2024.…

1 mánuður ago

Stúlkna- og drengjalandslið valin

Brynja Herborg, landsliðsþjálfari stúlkna U18, og Pétur Rúðrik Guðmundsson, landsliðsþjálfari drengja U18 hafa valið þá…

2 mánuðir ago