Aðal

Íslandsmót 301 – Úrslit

Íslandsmótið í 301 árið 2023 fór fram í aðstöðu Pílufélags Grindavíkur helgina 9-10 september síðastliðinn. Á laugardeginum fór fram keppni í tvímenning karla og kvenna og á sunnudeginum var einmenningur spilaður.

Í tvímenningi karla voru það fegðarnir Guðjón Hauksson og Hörður Þór Guðjónsson úr PG sem urðu Íslandsmeistarar eftir 6-4 sigur í úrslitaleiknum á móti Halla Egils og Kamil Mocek. Í kvennaflokki urðu þær Árdís Sif Guðjónsdóttir og Svana Hammer Íslandsmeistarar eftir 6-3 sigur á þeim mæðgum Kittu Einarsdóttur og Birnu Rós Daníelsdóttur

Á sunnudeginum var einmenningur spilaður. Í karlaflokki varð Matthías Örn Friðriksson Íslandsmeistari eftir 6-4 sigur á Alexander Veigari Þorvaldssyni en í kvennaflokki varð Kitta Einarsdóttir Íslandsmeistari eftir æsispennandi 6-5 sigur á Árdísi Sif Guðjónsdóttur þar sem báðar áttu pílur fyrir sigrinum.

ÍPS óskar sigurvegurum helgarinnar innilega til hamingju og þakkar öllum sem stóðu að mótinu kærlega fyrir aðstoðina.

Næsta á dagskrá er unglingamótaröðin DARTUNG á laugardaginn í Reykjanesbæ en nánari upplýsingar og skráningu má finna með því að smella HÉR

Hér fyrir neðan má sjá myndir af verðlaunahöfum:

Guðjón og Hörður – Íslandsmeistarar í tvímenning
Svana og Árdís – Íslandsmeistarar tvímenning kvenna
Halli og Kamil – 2. sæti tvímenning karla
Kitta og Birna Rós – 2. sæti tvímenning kvenna
Jón Oddur og Júlíus Helgi – 3-4 sæti tvímenning karla
Pétur og Alex – 3-4 sæti tvímenning karla
Brynja og Arna – 3-4 sæti tvímenning kvenna
Steinunn og Sandra – 3-4 sæti tvímenning kvenna
Matthías – Íslandsmeistari einmenning karla
Kitta – Íslandsmeistari einmenning kvenna
Alexander – 2. sæti einmenning karla
Árdís Sif – 2. sæti einmenning kvenna
Anton og Björn Steinar – 3-4 sæti einmenning karla

Myndir vantar af 3-4 sæti í einmenning kvenna en það voru þær Steinunn Dagný úr PG og Brynja Herborg úr PFH sem lentu í þeim sætum.

ipsdart

Recent Posts

Úrvalsdeildin í pílukasti – Línur skýrast

Í gær fór fram síðasta kvöldið í Úrvalsdeildinni þar sem línur skýrðust tengt því hvaða…

1 dagur ago

Floridana deildin – 6. umferð – Úrslit

Sjötta umferð Floridana deildarinnar fór fram á Bullseye Reykjavík og aðstöðu Pílukastfélags Reykjavíkur sunnudaginn 24.…

1 dagur ago

Floridana deildin – 6. umferð – Beinar útsendingar

Hér má finna allar beinar útsendingar Live Darts Iceland frá Floridana deildinni í pílukasti. Leikir…

1 vika ago

Floridana deildin – 6. umferð – Áætluð deildaskipting

Hér má sjá áætlaða deildaskiptingu fyrir 6. umferð Floridana deildarinnar árið 2024. Fyrirkomulag uppröðunnar er…

2 vikur ago

Dartung 4 – Úrslit og stigameistarar 2024 krýndir.

4. umferð DartUng mótaraðarinnar í samvinnu við PingPong.is fór fram í aðstöðu Píludeildar Þórs á…

2 vikur ago