Íslandsmótið í 301 árið 2023 fór fram í aðstöðu Pílufélags Grindavíkur helgina 9-10 september síðastliðinn. Á laugardeginum fór fram keppni í tvímenning karla og kvenna og á sunnudeginum var einmenningur spilaður.
Í tvímenningi karla voru það fegðarnir Guðjón Hauksson og Hörður Þór Guðjónsson úr PG sem urðu Íslandsmeistarar eftir 6-4 sigur í úrslitaleiknum á móti Halla Egils og Kamil Mocek. Í kvennaflokki urðu þær Árdís Sif Guðjónsdóttir og Svana Hammer Íslandsmeistarar eftir 6-3 sigur á þeim mæðgum Kittu Einarsdóttur og Birnu Rós Daníelsdóttur
Á sunnudeginum var einmenningur spilaður. Í karlaflokki varð Matthías Örn Friðriksson Íslandsmeistari eftir 6-4 sigur á Alexander Veigari Þorvaldssyni en í kvennaflokki varð Kitta Einarsdóttir Íslandsmeistari eftir æsispennandi 6-5 sigur á Árdísi Sif Guðjónsdóttur þar sem báðar áttu pílur fyrir sigrinum.
ÍPS óskar sigurvegurum helgarinnar innilega til hamingju og þakkar öllum sem stóðu að mótinu kærlega fyrir aðstoðina.
Næsta á dagskrá er unglingamótaröðin DARTUNG á laugardaginn í Reykjanesbæ en nánari upplýsingar og skráningu má finna með því að smella HÉR
Hér fyrir neðan má sjá myndir af verðlaunahöfum:
Myndir vantar af 3-4 sæti í einmenning kvenna en það voru þær Steinunn Dagný úr PG og Brynja Herborg úr PFH sem lentu í þeim sætum.
Hér má finna allar útsendingar Live Darts Iceland frá 2. umferð Floridana deildarinnar í pílukasti…
Hér má sjá áætlaða deildaskiptingu fyrir 2. umferð Floridana deildarinnar RVK árið 2025. Fyrirkomulag uppröðunnar…
Hér má sjá áætlaða deildaskiptingu fyrir 2. umferð Floridana deildarinnar NA árið 2025. Fyrirkomulag uppröðunnar…
Það kom ábending um að hafa ekki Dartung á sömu helgum og Floridana mótaröðin og…
Það hefur verið mikil gróska í unglingastarfi hjá aðildarfélögum ÍPS og vöxtur undanfarinna ára er…