Fréttir

Íslandsmót 501 – Tvímenningur – Úrslit

Íslandsmótið í 501 tvímenning var haldið sunnudaginn 15. október á Bullseye Reykjavík. Metþátttaka var á mótinu en 52 pör skráðu sig til leiks þar af 9 pör í kvennaflokki. Pílukastfélag Reykjavíkur átti flesta keppendur á mótinu en alls mættu til leiks pílukastarar frá 11 aðildarfélögum ÍPS.

Keppt var í riðlum og komust 4 pör úr hverjum riðli áfram í útsláttarkeppni. Streymt var frá öllu mótinu frá Live Darts Iceland og hægt er að skoða úrslit allra leikja HÉR.

Í kvennaflokki urðu þær Ingibjörg Magnúsdóttir (PFH) og Kitta Einarsdóttir (PR) Íslandsmeistarar eftir 6-1 sigur í úrslitaleik á móti þeim Steinunni Dagnýu Ingvarsdóttur (PG) og Söndru Dögg Guðlaugsdóttur (PG). Þetta var fyrsti Íslandsmeistaratitill í 501 tvímenning hjá Kittu en sjötti titill Ingibjargar.

Í karlaflokki voru það Grindvíkingar sem mættust. Feðgarnir Guðjón Hauksson og Hörður Þór Guðjónsson sigruðu þá Matthías Örn Friðriksson og Björn Steinar Brynjólfsson 6-2 í úrslitaleiknum. Þetta var fyrsti Íslandsmeistaratitill Harðar í 501 tvímenning en sjötti titill Guðjóns.

Stjórn ÍPS vill óska sigurvegurum innilega til hamingju með árangurinn og þakkar kærlega öllum þeim sem komu að mótinu á einn eða annan hátt. Næst á dagskrá er F riðill Úrvalsdeildarinnar í pílukasti en hann verður spilaður miðvikudaginn 18. október á Bullseye og verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport.

Skráning í úrslitaumferð ÍPS deildarinnar fer einnig af stað í vikunni en þar verður heildar verðlaunafé amk 300.000kr!

Hér má síðan sjá myndir frá mótinu. Við hvetjum alla til að fylgja ÍPS á samfélagsmiðlum: Facebook og Instagram

Rudolf og Joseph
Kristinn og Gemar
Svana og Árdís
Ólöf Heiða og Kolbrún
Sandra og Steinunn
Matthías og Björn Steinar
Hörður og Guðjón
Ingibjörg og Kitta
ipsdart

Recent Posts

ÍPS auglýsir eftir þjálfara í unglingalandsliðin. (U18 – Drengir og stúlkur)

ÍPS auglýsir eftir þjálfara til að sinna unglingalandsliðum Íslands tímabilið 2025-2027. Mikill vöxtur hefur verið…

3 vikur ago

Úrvalsdeildin í pílukasti – Línur skýrast

Í gær fór fram síðasta kvöldið í Úrvalsdeildinni þar sem línur skýrðust tengt því hvaða…

3 vikur ago

Floridana deildin – 6. umferð – Úrslit

Sjötta umferð Floridana deildarinnar fór fram á Bullseye Reykjavík og aðstöðu Pílukastfélags Reykjavíkur sunnudaginn 24.…

3 vikur ago

Floridana deildin – 6. umferð – Beinar útsendingar

Hér má finna allar beinar útsendingar Live Darts Iceland frá Floridana deildinni í pílukasti. Leikir…

4 vikur ago

Floridana deildin – 6. umferð – Áætluð deildaskipting

Hér má sjá áætlaða deildaskiptingu fyrir 6. umferð Floridana deildarinnar árið 2024. Fyrirkomulag uppröðunnar er…

1 mánuður ago