Það var Pílufélag Grindavíkur sem varð í kvöld Íslandsmeistari félagsliða árið 2022 en mótið fór fram um helgina á Bullseye Snorrabraut. 8 aðildarfélög Íslenska pílukastsambandsins sendu inn lið í mótið en keppt var í einmenning, tvímenning og liðakeppni karla og kvenna.
Á laugardag var keppt í tvímenning karla og kvenna og voru það keppendur frá Pílufélagi Grindavíkur sem sigruðu í báðum flokkum. Í karlaflokki sigruðu þeir Matthías Örn Friðriksson og Pétur Rúðrik Guðmundsson þá Karl Helga Jónsson og Kristján Sigurðsson úr Pílukastfélagi Reykjavíkur 4-3 í úrslitaleiknum. Í kvennaflokki sigruðu þær Svana Hammer og Árdís Sif Guðjónsdóttir þær Brynju Herborgu Jónsdóttur og Hörpu Nóadóttur 4-0 í úrslitaleiknum.
Í einmenning karla var það Matthías Örn Friðriksson úr Pílufélagi Grindavíkur sem sigraði Vitor Charrua 4-0 í úrslitaleiknum með 95,43 í meðaltal.
Í einmenning kvenna var það Kristín “Kitta” Einarsdóttir frá Pílufélagi Reykjanesbæjar sem sigraði Svönu Hammer frá Pílufélagi Grindavíkur 4-0 í úrslitaleiknum.
Í liðakeppni karla voru það lið PG 1 og PFH 1 sem áttust við í úrslitaleiknum en það voru PFH 1 sem sigruðu 9-7
Í liðakeppni kvenna var það Pílukastfélag Reykjavíkur sem sigraði Pílufélag Grindavíkur í úrslitaleiknum 9-7.
Heildarstaðan eftir mótið var síðan eftirfarandi:
KK tvím | KVK tvím | KK ein | KVK ein | Liðamót kk | Liðamót kvk | Samtals | |
PG | 95 | 34 | 37 | 27 | 56 | 33 | 282 |
PFR | 47 | 14 | 56 | 25 | 52 | 50 | 244 |
PFH | 38 | 23 | 57 | 19 | 62 | 17 | 216 |
PR | 28 | 15 | 13 | 33 | 14 | 18 | 121 |
PA | 9 | 31 | 14 | 54 | |||
PÞ | 7 | 9 | 13 | 29 | |||
PK | 7 | 6 | 13 | ||||
PH | 7 | 6 | 13 |
Hér má síðan sjá myndir þegar Íslandsmeistaratitillinn fór á loft. Að lokum vill stjórn ÍPS þakka öllum sem komu að mótinu á einn eða annan hátt kærlega fyrir og óskar verðlaunahöfum innilega til hamingju! Unnið er að dagatali fyrir árið 2023 og munu það verða gefið út fljótlega.
Það kom ábending um að hafa ekki Dartung á sömu helgum og Floridana mótaröðin og…
Það hefur verið mikil gróska í unglingastarfi hjá aðildarfélögum ÍPS og vöxtur undanfarinna ára er…
Úrslitin í RIG réðust á laugardinn 25. janúar þar sem Hörður Guðjónsson og Sigurður Helgi…
Íslandsmót öldunga var haldið 18. janúar síðstliðin. Í karlaflokki vann Hallgrímur Egilsson (Pílukastfélagi Reykjavíkur) hann…
Karlar Konur Riðlar spilaðir Best af 5 Riðlar spilaðir Best af 3 64 manna -…