Aðal

Íslandsmót félagsliða 2022 – Úrslit

Það var Pílufélag Grindavíkur sem varð í kvöld Íslandsmeistari félagsliða árið 2022 en mótið fór fram um helgina á Bullseye Snorrabraut. 8 aðildarfélög Íslenska pílukastsambandsins sendu inn lið í mótið en keppt var í einmenning, tvímenning og liðakeppni karla og kvenna.

Á laugardag var keppt í tvímenning karla og kvenna og voru það keppendur frá Pílufélagi Grindavíkur sem sigruðu í báðum flokkum. Í karlaflokki sigruðu þeir Matthías Örn Friðriksson og Pétur Rúðrik Guðmundsson þá Karl Helga Jónsson og Kristján Sigurðsson úr Pílukastfélagi Reykjavíkur 4-3 í úrslitaleiknum. Í kvennaflokki sigruðu þær Svana Hammer og Árdís Sif Guðjónsdóttir þær Brynju Herborgu Jónsdóttur og Hörpu Nóadóttur 4-0 í úrslitaleiknum.

Í einmenning karla var það Matthías Örn Friðriksson úr Pílufélagi Grindavíkur sem sigraði Vitor Charrua 4-0 í úrslitaleiknum með 95,43 í meðaltal.

Í einmenning kvenna var það Kristín “Kitta” Einarsdóttir frá Pílufélagi Reykjanesbæjar sem sigraði Svönu Hammer frá Pílufélagi Grindavíkur 4-0 í úrslitaleiknum.

Í liðakeppni karla voru það lið PG 1 og PFH 1 sem áttust við í úrslitaleiknum en það voru PFH 1 sem sigruðu 9-7

Í liðakeppni kvenna var það Pílukastfélag Reykjavíkur sem sigraði Pílufélag Grindavíkur í úrslitaleiknum 9-7.

Heildarstaðan eftir mótið var síðan eftirfarandi:

KK tvímKVK tvímKK einKVK einLiðamót kkLiðamót kvkSamtals
PG953437275633282
PFR471456255250244
PFH382357196217216
PR281513331418121
PA9311454
791329
PK7613
PH7613

Hér má síðan sjá myndir þegar Íslandsmeistaratitillinn fór á loft. Að lokum vill stjórn ÍPS þakka öllum sem komu að mótinu á einn eða annan hátt kærlega fyrir og óskar verðlaunahöfum innilega til hamingju! Unnið er að dagatali fyrir árið 2023 og munu það verða gefið út fljótlega.

ipsdart

Recent Posts

Dartung 2 – Úrslit

Önnur umferðin í Dartung var haldið þann 3 maí í aðstöðu Pílukastfélags Reykjavíkur. 40 börn…

14 klukkustundir ago

Grand Prix 2025 – Opið fyrir skráningu

Búið er að opna fyrir skráningu á Grand Prix 2025 sem verður haldið 17. Maí…

1 dagur ago

Dartung 2 – 3. Maí 2025

Stjórn ÍPS vil vekja athygli að skráning á Dartung 2 er í fullum gangi núna.…

7 dagar ago

Iceland Open/Iceland Masters 2025

Iceland open og Iceland Masters voru haldin núna um helgina, 26. og 27. apríl. 173…

1 vika ago

Iceland Open/Masters bolir til sölu – Iceland Open/Masters shirts for sale

Við viljum vekja athygli á því að það er Iceland Open/Masters bolir til sölu. Bolirnir…

1 vika ago

Iceland Masters 2025 – Sunday 27th of april

The Round Robins are here... Below you can see schedules and round robins for both…

1 vika ago