Aðal

Íslandsmót félagsliða 2022 – Úrslit

Það var Pílufélag Grindavíkur sem varð í kvöld Íslandsmeistari félagsliða árið 2022 en mótið fór fram um helgina á Bullseye Snorrabraut. 8 aðildarfélög Íslenska pílukastsambandsins sendu inn lið í mótið en keppt var í einmenning, tvímenning og liðakeppni karla og kvenna.

Á laugardag var keppt í tvímenning karla og kvenna og voru það keppendur frá Pílufélagi Grindavíkur sem sigruðu í báðum flokkum. Í karlaflokki sigruðu þeir Matthías Örn Friðriksson og Pétur Rúðrik Guðmundsson þá Karl Helga Jónsson og Kristján Sigurðsson úr Pílukastfélagi Reykjavíkur 4-3 í úrslitaleiknum. Í kvennaflokki sigruðu þær Svana Hammer og Árdís Sif Guðjónsdóttir þær Brynju Herborgu Jónsdóttur og Hörpu Nóadóttur 4-0 í úrslitaleiknum.

Í einmenning karla var það Matthías Örn Friðriksson úr Pílufélagi Grindavíkur sem sigraði Vitor Charrua 4-0 í úrslitaleiknum með 95,43 í meðaltal.

Í einmenning kvenna var það Kristín “Kitta” Einarsdóttir frá Pílufélagi Reykjanesbæjar sem sigraði Svönu Hammer frá Pílufélagi Grindavíkur 4-0 í úrslitaleiknum.

Í liðakeppni karla voru það lið PG 1 og PFH 1 sem áttust við í úrslitaleiknum en það voru PFH 1 sem sigruðu 9-7

Í liðakeppni kvenna var það Pílukastfélag Reykjavíkur sem sigraði Pílufélag Grindavíkur í úrslitaleiknum 9-7.

Heildarstaðan eftir mótið var síðan eftirfarandi:

KK tvímKVK tvímKK einKVK einLiðamót kkLiðamót kvkSamtals
PG953437275633282
PFR471456255250244
PFH382357196217216
PR281513331418121
PA9311454
791329
PK7613
PH7613

Hér má síðan sjá myndir þegar Íslandsmeistaratitillinn fór á loft. Að lokum vill stjórn ÍPS þakka öllum sem komu að mótinu á einn eða annan hátt kærlega fyrir og óskar verðlaunahöfum innilega til hamingju! Unnið er að dagatali fyrir árið 2023 og munu það verða gefið út fljótlega.

ipsdart

Recent Posts

ÍPS auglýsir eftir þjálfara í unglingalandsliðin. (U18 – Drengir og stúlkur)

ÍPS auglýsir eftir þjálfara til að sinna unglingalandsliðum Íslands tímabilið 2025-2027. Mikill vöxtur hefur verið…

3 vikur ago

Úrvalsdeildin í pílukasti – Línur skýrast

Í gær fór fram síðasta kvöldið í Úrvalsdeildinni þar sem línur skýrðust tengt því hvaða…

4 vikur ago

Floridana deildin – 6. umferð – Úrslit

Sjötta umferð Floridana deildarinnar fór fram á Bullseye Reykjavík og aðstöðu Pílukastfélags Reykjavíkur sunnudaginn 24.…

4 vikur ago

Floridana deildin – 6. umferð – Beinar útsendingar

Hér má finna allar beinar útsendingar Live Darts Iceland frá Floridana deildinni í pílukasti. Leikir…

1 mánuður ago

Floridana deildin – 6. umferð – Áætluð deildaskipting

Hér má sjá áætlaða deildaskiptingu fyrir 6. umferð Floridana deildarinnar árið 2024. Fyrirkomulag uppröðunnar er…

1 mánuður ago