Íslandsmótið í Pílukasti 2023 fór fram á Bullseye Reykjavík 14. maí sl. og tóku tæplega 87 keppendur þátt, 72 karlar og 15 konur. Sjá frétt frá 14. maí.
Mummi Lú ljósmyndari var á staðnum og tók eftirfarandi myndir af vinningshöfum. Halli Egils tók einnig heilan helling af myndum sem hægt er að nálgast með því að smella á hnappinn að neðan
Fleiri myndir í boði Halla Egils
Meðaltal allra keppenda: 52,06
Það er nokkuð ljóst að gæði í pílukasti á Íslandi hafa farið vaxandi á undanförnum 12 mánuðum. Dæmi um þetta er heildarmeðaltal keppenda í ár var talsvert hærra en í fyrra þegar það var 49,95
Fæstar pílur: 13 pílur
Hallgrimur Egilsson og Karl Helgi Jónsson áttu bestu leggi mótsins en báðir áttu þeir 13 pílna leggi, Hallgrímur í riðlakeppninni og Karl Helgi í 8 manna úrslitum. Fæstar pílur kvenna áttu þær Ingibjörg Magnúsdóttir og Isabelle Nordskog sem báðar spiluðu 18 pílna leggi í útsláttarkeppni
Hæsta meðaltal í leik: 92,02
Tveir leikmenn léku heilan leik með 92,02 í meðatal í riðlakeppni karla, en það voru þeir Hallgrímur Egilsson og Páll Árni Pétursson. Hæsta meðaltal í leik hjá konum átti Ingibjörg Magnúsdóttir eða 58,56.
Hæsta útskot: 137
Hæsta útskotið hjá körlum átti Hörður Þór Guðjónsson, 137. Hjá konum átti Ingibjörg Magnúsdóttir hæsta útskotið eða 120 í úrslitaleik.
Hæsta heildarmeðaltal: 71,92
Matthías Örn Friðriksson var með hæsta heildar-meðaltal Íslandsmótsins hjá körlunum. Ingibjörg Magnúsdóttir var með hæsta meðaltal kvenna, 51,18
Flest 180: 7
Hörður Þór Guðjónsson átti flest 180 eða 7 talsins.
Hæsta útskotshlutfall: 32%
Fjórir karlar deildu hæsta útskotshlutfallinu, 32%. Það voru þeir Páll Árni Pétursson, Kristján Sigurðsson, Vitor Charrua og Hörður Þór Guðjónsson. Brynja Herborg átti hæsta útskotshlutfall kvenna eða 20%.
Hér má finna allar útsendingar Live Darts Iceland frá 2. umferð Floridana deildarinnar í pílukasti…
Hér má sjá áætlaða deildaskiptingu fyrir 2. umferð Floridana deildarinnar RVK árið 2025. Fyrirkomulag uppröðunnar…
Hér má sjá áætlaða deildaskiptingu fyrir 2. umferð Floridana deildarinnar NA árið 2025. Fyrirkomulag uppröðunnar…
Það kom ábending um að hafa ekki Dartung á sömu helgum og Floridana mótaröðin og…
Það hefur verið mikil gróska í unglingastarfi hjá aðildarfélögum ÍPS og vöxtur undanfarinna ára er…