Categories: FréttirLandslið

Landslið Íslands valið fyrir WDF Nordic Cup 2022

Jesper Sand Poulsen landsliðsþjálfari karla og kvenna í pílukasti hefur valið landslið Íslands sem taka mun þátt á WDF Nordic Cup sem haldið verður dagana 25-29. maí næstkomandi í Svíþjóð og er þetta í fyrsta skiptið síðan 2018 sem Norðurlandamótið er haldið. Margir nýliðar eru í landsliði Íslandsað þessu sinni en alls eru það 6 af 12 sem eru að stíga sín fyrstu skref í landsliðsverkefnum tengt pílukasti.

Keppt verður í einmenning, tvímenning og liðakeppni karla og kvenna og safnar hver keppandi stigum fyrir sitt land. Hægt verður að fylgjast með öllum leikjum og úrslitum á tv.dartconnect.com og við hvetjum alla til að fylgja ÍPS á Instagram (@ips_Dart.is) og Facebook (@ipsdart.is) þar sem reglulega verða settar inn uppfærslur.

Landslið Íslands – Karlar

Björn Steinar Brynjólfsson – PG
Guðjón Hauksson – PG
Hallgrímur Egilsson – PFR
Hörður Þór Guðjónsson – PG
Matthías Örn Friðriksson – PG
Pétur Rúðrik Guðmundsson – PG
Þorgeir Guðmundsson – PFR
Vitor Charrua – PFH

Landslið Íslands – Konur

Brynja Herborg Jónsdóttir – PFH
Ingibjörg Magnúsdóttir – PFH
Isabelle Nordskog – PFH
Svanhvít Helga Hammer – PG

Þjálfari: Jesper Sand Poulsen – PKA

Liðstjóri: Kristján Sigurðsson – PFR

ÍPS, í samstarfi við RUBIX, Macron, GoDartsPro.com og Bullseye, hafa hannað landsliðstreyju sem í boði verður að kaupa og styrkja sambandið um leið. Verð á treyju er 8.900kr og hægt er að leggja inn pöntun með því að fylla út formið hér fyrir neðan.

ipsdart

Recent Posts

WDF World Masters 2024

World Darts Federation (WDF) heldur 3 mót dagana 9-13 október næstkomandi í Búdapest, Ungverjalandi. Mótin…

12 klukkustundir ago

U18 á WDF Europe Cup Youth í Riga – Lettlandi

U18 landsliðhópurinn lagði land undir fót í morgun og eru nú stödd í Riga, Lettlandi,…

1 vika ago

Ísland með besta árangur á Norðurlandamóti WDF síðan 1994

Norðurlandamót WDF (WDF Nordic Cup 2024) fór fram á Bullseye Reykjavík dagana 23.-25. maí 2024.…

1 mánuður ago

Stúlkna- og drengjalandslið valin

Brynja Herborg, landsliðsþjálfari stúlkna U18, og Pétur Rúðrik Guðmundsson, landsliðsþjálfari drengja U18 hafa valið þá…

2 mánuðir ago