Jesper Sand Poulsen landsliðsþjálfari karla og kvenna í pílukasti hefur valið landslið Íslands sem taka mun þátt á WDF Nordic Cup sem haldið verður dagana 25-29. maí næstkomandi í Svíþjóð og er þetta í fyrsta skiptið síðan 2018 sem Norðurlandamótið er haldið. Margir nýliðar eru í landsliði Íslandsað þessu sinni en alls eru það 6 af 12 sem eru að stíga sín fyrstu skref í landsliðsverkefnum tengt pílukasti.

Keppt verður í einmenning, tvímenning og liðakeppni karla og kvenna og safnar hver keppandi stigum fyrir sitt land. Hægt verður að fylgjast með öllum leikjum og úrslitum á tv.dartconnect.com og við hvetjum alla til að fylgja ÍPS á Instagram (@ips_Dart.is) og Facebook (@ipsdart.is) þar sem reglulega verða settar inn uppfærslur.

Landslið Íslands – Karlar

Björn Steinar Brynjólfsson – PG
Guðjón Hauksson – PG
Hallgrímur Egilsson – PFR
Hörður Þór Guðjónsson – PG
Matthías Örn Friðriksson – PG
Pétur Rúðrik Guðmundsson – PG
Þorgeir Guðmundsson – PFR
Vitor Charrua – PFH

Landslið Íslands – Konur

Brynja Herborg Jónsdóttir – PFH
Ingibjörg Magnúsdóttir – PFH
Isabelle Nordskog – PFH
Svanhvít Helga Hammer – PG

Þjálfari: Jesper Sand Poulsen – PKA

Liðstjóri: Kristján Sigurðsson – PFR

ÍPS, í samstarfi við RUBIX, Macron, GoDartsPro.com og Bullseye, hafa hannað landsliðstreyju sem í boði verður að kaupa og styrkja sambandið um leið. Verð á treyju er 8.900kr og hægt er að leggja inn pöntun með því að fylla út formið hér fyrir neðan.

%d bloggers like this: