Categories: Lengjudeildin

Lengjudeildin 2019 – Fyrsta umferð

Fyrsta umferð Lengjudeildarinnar fór fram í gærkvöldi en spilaðir voru 4 leikir í aðstöðu Pílukastfélags Reykjavíkur að Tangahöfða 2.

Alex Máni Pétursson spilaði feikivel á sínu fyrsta ári í deildinni og sigraði margfaldan Íslandsmeistara í Þorgeiri Guðmundssyni 6-3. Alex tók út 76 og 119 á leið sinni að sigrinum og var með 67,8 í meðaltal

Í öðrum leik kvöldsins tók Matthías Örn Friðriksson á móti Alexander Þorvaldssyni. Leikurinn var jafn framan af en Matthías hrökk í gang í stöðunni 2-2 og vann að lokum 6-2. Matthías var með hæsta meðaltal af öllum spilurum umferðarinnar 78,4.

Þriðji leikur kvöldsins á milli Guðmundar Vals Sigurðssonar og Hallgríms Egilssonar var sá mest spennandi en fór hann alla leið í oddalegg. Hallgrímur byrjaði betur og komst í 2-0 en Guðmundur kom sér inní leikinn með því að sigra þriðja legginn. Hann jafnaði síðan leikinn í 3-3 og komst yfir 5-4 með 107 útskoti. Hallgrímur jafnaði í 5-5 og má sjá oddalegginn hér fyrir neðan:

Í seinsta leik kvöldsins tók Vitor Charrua á móti Karl Helga Jónssyni. Vitor byrjaði leikinn gríðalega vel og var lengi vel með yfir 80 í meðaltal. Vitor komst í 4-0 áður en Karl vann legg og tók út 82 og 94 í þeim leggjum. Vitor endaði á að sigra 6-2 með meðaltalið 67,9.

Hér má sjá stöðuna í deildinni eftir fyrstu umferð. Næsta umferð fer síðan fram miðvikudagskvöldið 30. október. 4 efstu spilararnir eftir 7 umferðir tryggja sig inná lokakvöldið þar sem spilað er um 300 þúsund króna verðlaunafé!

ipsdart

Share
Published by
ipsdart

Recent Posts

Boð á Píluþing Íslenska Pílukastsambandsins 2026

Stjórn Íslenska Pílukastsambandsins boðar hér með til árlegs Píluþings, sem haldið verður Laugardaginn 10. janúar…

6 dagar ago

Úrvalsdeild kvöld 3 – 8 nóvember

Það er ekki hægt að segja að 3 kvöldið í úrvalsdeildinni hafi boðið upp á…

3 vikur ago

Stigameistarar 2025

Stigameistari 2025 Stigameistari karla með 107 stig söfnuð yfir árið er enginn annar en Alexander…

4 vikur ago

Floridana – 6. Umferð – Úrslit

Kristaldeild 6. umferð Floridana 1. Sæti - Alexander Veigar Þorvaldsson2. Sæti - Hörður Þór Guðjónsson3-4.…

4 vikur ago

Úrvalsdeild kvöld 2 – 1 nóvember

Það var svokallaður Reykjavíkurslagur í úrslitaleiknum á kvöldi 2 í Úrvalsdeildinni sem var haldin í…

4 vikur ago

Floridana 6. umferð – Útsendingar

Hægt er að fylgjast með útsendingum Lokaumferð Floridana deildarinnar á streymi Live Darts Iceland Reykjavíkurdeildin:…

4 vikur ago