Fyrsta umferð Lengjudeildarinnar fór fram í gærkvöldi en spilaðir voru 4 leikir í aðstöðu Pílukastfélags Reykjavíkur að Tangahöfða 2.
Alex Máni Pétursson spilaði feikivel á sínu fyrsta ári í deildinni og sigraði margfaldan Íslandsmeistara í Þorgeiri Guðmundssyni 6-3. Alex tók út 76 og 119 á leið sinni að sigrinum og var með 67,8 í meðaltal
Í öðrum leik kvöldsins tók Matthías Örn Friðriksson á móti Alexander Þorvaldssyni. Leikurinn var jafn framan af en Matthías hrökk í gang í stöðunni 2-2 og vann að lokum 6-2. Matthías var með hæsta meðaltal af öllum spilurum umferðarinnar 78,4.
Þriðji leikur kvöldsins á milli Guðmundar Vals Sigurðssonar og Hallgríms Egilssonar var sá mest spennandi en fór hann alla leið í oddalegg. Hallgrímur byrjaði betur og komst í 2-0 en Guðmundur kom sér inní leikinn með því að sigra þriðja legginn. Hann jafnaði síðan leikinn í 3-3 og komst yfir 5-4 með 107 útskoti. Hallgrímur jafnaði í 5-5 og má sjá oddalegginn hér fyrir neðan:
Í seinsta leik kvöldsins tók Vitor Charrua á móti Karl Helga Jónssyni. Vitor byrjaði leikinn gríðalega vel og var lengi vel með yfir 80 í meðaltal. Vitor komst í 4-0 áður en Karl vann legg og tók út 82 og 94 í þeim leggjum. Vitor endaði á að sigra 6-2 með meðaltalið 67,9.
Hér má sjá stöðuna í deildinni eftir fyrstu umferð. Næsta umferð fer síðan fram miðvikudagskvöldið 30. október. 4 efstu spilararnir eftir 7 umferðir tryggja sig inná lokakvöldið þar sem spilað er um 300 þúsund króna verðlaunafé!
Stjórn Íslenska Pílukastsambandsins boðar hér með til árlegs Píluþings, sem haldið verður Laugardaginn 10. janúar…
Það er ekki hægt að segja að 3 kvöldið í úrvalsdeildinni hafi boðið upp á…
Stigameistari 2025 Stigameistari karla með 107 stig söfnuð yfir árið er enginn annar en Alexander…
Kristaldeild 6. umferð Floridana 1. Sæti - Alexander Veigar Þorvaldsson2. Sæti - Hörður Þór Guðjónsson3-4.…
Það var svokallaður Reykjavíkurslagur í úrslitaleiknum á kvöldi 2 í Úrvalsdeildinni sem var haldin í…
Hægt er að fylgjast með útsendingum Lokaumferð Floridana deildarinnar á streymi Live Darts Iceland Reykjavíkurdeildin:…