Categories: Lengjudeildin

Lengjudeildin 2019 – Fyrsta umferð

Fyrsta umferð Lengjudeildarinnar fór fram í gærkvöldi en spilaðir voru 4 leikir í aðstöðu Pílukastfélags Reykjavíkur að Tangahöfða 2.

Alex Máni Pétursson spilaði feikivel á sínu fyrsta ári í deildinni og sigraði margfaldan Íslandsmeistara í Þorgeiri Guðmundssyni 6-3. Alex tók út 76 og 119 á leið sinni að sigrinum og var með 67,8 í meðaltal

Í öðrum leik kvöldsins tók Matthías Örn Friðriksson á móti Alexander Þorvaldssyni. Leikurinn var jafn framan af en Matthías hrökk í gang í stöðunni 2-2 og vann að lokum 6-2. Matthías var með hæsta meðaltal af öllum spilurum umferðarinnar 78,4.

Þriðji leikur kvöldsins á milli Guðmundar Vals Sigurðssonar og Hallgríms Egilssonar var sá mest spennandi en fór hann alla leið í oddalegg. Hallgrímur byrjaði betur og komst í 2-0 en Guðmundur kom sér inní leikinn með því að sigra þriðja legginn. Hann jafnaði síðan leikinn í 3-3 og komst yfir 5-4 með 107 útskoti. Hallgrímur jafnaði í 5-5 og má sjá oddalegginn hér fyrir neðan:

Í seinsta leik kvöldsins tók Vitor Charrua á móti Karl Helga Jónssyni. Vitor byrjaði leikinn gríðalega vel og var lengi vel með yfir 80 í meðaltal. Vitor komst í 4-0 áður en Karl vann legg og tók út 82 og 94 í þeim leggjum. Vitor endaði á að sigra 6-2 með meðaltalið 67,9.

Hér má sjá stöðuna í deildinni eftir fyrstu umferð. Næsta umferð fer síðan fram miðvikudagskvöldið 30. október. 4 efstu spilararnir eftir 7 umferðir tryggja sig inná lokakvöldið þar sem spilað er um 300 þúsund króna verðlaunafé!

ipsdart

Share
Published by
ipsdart

Recent Posts

Tilkynning varðandi umsókn fyrir Masters og Íslandsmót í Cricket

Umsókn á boðsmiðum á Masters Vegna tæknilega vandamála þá lá heimasíða ÍPS niðri núna um…

1 vika ago

UK4 – Reykjavík – Úrvalsdeildin 2025 – Úrslit

Í laugardaginn, 12.júli, var haldin fjórða undankeppni úrvalsdeildarinnar í pílu í Snooker&Pool í Reykjavík. 31…

2 vikur ago

Dartung 3 verður haldið á Akureyri

Næsta dartung mót, Dartung 3, verður haldið á Akureyri laugardaginn 13. september í aðstöðu Píludeildar…

3 vikur ago

Umsókn fyrir boðsmiða á WDF Masters

WDF World Masters 2025 verður haldið í Ungverjalandi, 29. október - 1. nóvember. ÍPS hefur…

4 vikur ago

UK3 – Reykjanesbær – Úrvalsdeildin 2025 – Úrslit

Í gær, 29.júni, var haldin þriðja undankeppni úrvalsdeildarinnar í pílu í Reykjanesbæ. 45 leikmenn mættu…

4 vikur ago