Lengjudeildin í pílukasti 2019 hefur göngu sína 23. október næstkomandi en 8 bestu pílukastarar landsins takast á um 300 þúsund króna verðlaunaféð og titilinn Lengjudeildarmeistarinn.
Fyrsta umferð Lengjudeildarinnar fer fram miðvikudagskvöldið 23 október hjá Pílukastfélagi Reykjavíkur og verður hægt að horfa á alla leiki í beinni útsendingu hjá Live Darts Iceland.
Hér má sjá leikina í fyrstu umferð. Spilað er best af 11 leggjum.
19:30 – Alex Máni Pétursson VS Þorgeir Guðmundsson
20:00 – Alexander Þorvaldsson VS Matthías Örn Friðriksson
20:30 – Hallgrímur Egilsson VS Guðmundur Valur Sigurðsson
21:00 – Karl Helgi Jónsson VS Vitor Charrua
Stöðu í deildinni og leikjafyrirkomulag má nálgast hér:
Lengjudeildin 2019
Fyrsta umferð Floridana deildarinnar fór fram á Bullseye Reykjavík og aðstöðu Pílukastfélags Reykjavíkur sunnudaginn 4.…
Íslandsmót unglinga verður haldið sunnudaginn 25. maí næstkomandi. Það var ráðgert að hafa íslandsmótið unglinga…
Hér má sjá áætlaða deildaskiptingu fyrir 1. umferð Floridana deildarinnar NA árið 2025. Fyrirkomulag uppröðunnar…
Búið er að velja landsliðsúrtakshóp sem mun keppast um að komast í landslið karla og…