2. umferð í NOVIS deildinni var spiluð síðastliðinn sunnudag í Reykjavík og á Akureyri en um 120 manns skráðu sig til leiks.
Það voru þau Hörður Þór Guðjónsson og Svanhvít Helga Hammer frá Pílufélagi Grindavíkur sem unnu Gulldeildir karla og kvenna. Á Akureyri sigraði Sigurður Fannar Stefánsson frá Píludeild Þórs Gulldeild Norðausturdeilar.
Gunnar Sigurðsson úr Pílukastfélagi Hafnarfjarðar átti hæsta útskot dagsins en hann tók út hæsta mögulega útskotið 170! Guðmundur Friðbjörnsson úr Pílukastfélagi Reykjavíkur átti næst hæsta útskotið en hann tók út 160.
Hæsta einstaka meðaltal átti Hörður Þór Guðjónsson en hann var með 89,1 í 4-1 sigri á Matthías Erni Friðrikssyni en það var úrslitaleikur um sigur í gulldeild karla en Matthías spilaði einnig vel og var með 87,3. Frábærar pílur þar á ferð!
Búið er að uppfæra heildarstöðu NOVIS deildarinnar eftir 2. umferð en hún inniheldur einnig meðaltal keppanda í 1. umferð sem tóku ekki þátt í 2. umferð. Tveir efstu keppendur hverrar deildar í 2. umferð eru búnir að tryggja sig upp um amk. 1 deild í 3. umferð sem spiluð verður 28. ágúst.
Sigurvegarar 2. umferðar NOVIS deildarinnar voru:
Gulldeild – | Hörður Þór Guðjónsson |
Gulldeild kvenna – | Svanhvít Helga Hammer |
Gulldeild Norðaustur – | Sigurður Fannar Stefánsson |
Silfurdeild – | Bjarki Björgúlfsson |
Silfurdeild Norðaustur – | Helgi Þór Jónasson |
Bronsdeild – | Scott Ramsay |
Kopardeild – | Ingibjörg Magnúsdóttir |
Járndeild – | Sævar Hólm Valdimarsson |
Blýdeild – | Tryggvi Þórhallsson |
Áldeild – | Jón Ingi Ottósson |
Sinkdeild – | Sindri Rósenkranz |
Stáldeild – | Friðrik Diego |
Hér fyrir neðan má síðan sjá myndir frá hluta af sigurvegurum helgarinnar og óskar ÍPS öllum til hamingju og þakkar öllum þeim sem aðstoðuðu á einn eða annan hátt kærlega fyrir hjálpina.
Hér má sjá áætlaða deildaskiptingu fyrir 6. umferð Floridana deildarinnar árið 2024. Fyrirkomulag uppröðunnar er…
4. umferð DartUng mótaraðarinnar í samvinnu við PingPong.is fór fram í aðstöðu Píludeildar Þórs á…
Íslandsmótið í 501 tvímenning fór fram síðastliðinn sunnudag á Bullseye Reykjavík en um 100 manns…
5. og næstsíðasta umferð Floridana deildarinnar fór fram á Bullseye Reykjavík og í aðstöðu Píludeildar…
Íslandsmótið í 301 árið 2024 fór fram í aðstöðu Píludeildar Þórs helgina 5-6 október síðastliðinn.…