3ja umferð NOVIS deildarinnar í pílukasti var haldin á Bullseye og á Akureyri síðastliðinn sunnudag. Yfir 100 manns tóku þátt í 10 deildum. 7 deildir voru spilaðar á Bullseye og 3 fyrir norðan og heldur deildin áfram að vera einn sá vinsælasti viðburður dagatals sambandsins.
Í Gulldeild karla og kvenna í RVK sigruðu þau Matthías Örn Friðriksson og Steinunn Dagný Ingvarsdóttir frá Pílufélagi Grindavíkur. Í Gulldeild Norðaustur sigraði Björn Andri Ingólfsson frá Pílufélagi Grenivíkur.
Það er ljóst að pílukast er í stórsókn um þessar mundir og mikið var um ný andlit á mótinu í gær sem heppnaðist mjög vel en næsta umferð verður haldin sunnudaginn 11. september.
Eftir þessa þriðju umferð þá varð það ljóst hvaða keppendur tryggðu sig upp um deild og hvaða keppendur eru öruggir um að falla niður en efstu tveir keppendur í hverri deild tryggja sig upp um amk. 1 deild og tveir neðstu keppendurnir falla niður um amk. 1 deild. Þeir keppendur sem skrá sig í 4. umferð verður síðan raðað í deildir eftir meðaltali 3ju umferðar eða 2. umferð ef þeir tóku einungis þátt í henni.
Hér fyrir neðan má síðan sjá myndir af öllum sigurvegurum deilda sem spilaðar voru á Bullseye. Bætt verður myndum af sigurvegurum deila á Akureyri þegar þær berast.
Að lokum þakkar stjórn ÍPS öllum kærlega fyrir daginn og minnum á að skráning fyrir 4. umferð er hafin og hægt er að skrá sig með því að smella HÉR
Heildarmeðaltalslisti verður einnig uppfærður á næstu dögum og settur inná heimasíðuna undir “Mót ÍPS”
ÍPS auglýsir eftir þjálfara til að sinna unglingalandsliðum Íslands tímabilið 2025-2027. Mikill vöxtur hefur verið…
Í gær fór fram síðasta kvöldið í Úrvalsdeildinni þar sem línur skýrðust tengt því hvaða…
Sjötta umferð Floridana deildarinnar fór fram á Bullseye Reykjavík og aðstöðu Pílukastfélags Reykjavíkur sunnudaginn 24.…
Hér má finna allar beinar útsendingar Live Darts Iceland frá Floridana deildinni í pílukasti. Leikir…
Hér má sjá áætlaða deildaskiptingu fyrir 6. umferð Floridana deildarinnar árið 2024. Fyrirkomulag uppröðunnar er…