Hér koma nokkur mikilvæg atriði varðandi RIG sem hafa ber í huga: Vinsamlegast kynnið ykkur keppnis- og mótareglur ÍPS: Keppnis- og mótareglur Lesið sérstaklega kaflann um skrifarareglur en flestir munu þurfa að skrifa leiki á mótinu og því mikilvægt að vera búin/n að kynna sér reglurnar. Snyrtilegur klæðnaður áskilinn (Engar stuttbuxur, rifnar gallabuxur eða inniskór leyfðir sem dæmi). ATH á meðan leik stendur er grímuskylda fyrir skrifara en keppendur þurfa ekki að vera með grímu. Hver og einn þarf að huga vel að sínum persónulegu sóttvörnum og verða sprittbrúsar á staðnum. Notast verður við Dartconnect til að skrifa leiki en ef þú þekkir ekki það forrit þá má nálgast leiðbeiningar um það hér: Dartconnect leiðbeiningar Nánari upplýsingar um Dartconnect má síðan finna á www.dartconnect.com Spilafyrirkomulag Lucky Blind Draw – Föstudaginn 29. janúar Upplýsingar um pörin og í hvaða riðli þau eru verður hægt að nálgast hjá mótstjórn. Einnig sendum við tölvupóst á fimmtudagskvöldinu þar sem þessar upplýsingar koma fram. Mótið hefst kl 17:00. Að lágmarki klukkutíma fyrir þarf að vera búið að greiða og staðfesta skráningu á staðnum. Ef þú kemst ekki klukkutíma fyrir þá er hægt að staðfesta skráningu með því að hringja í Bullseye og staðfesta í síma. Spilað verður best af 3 leggjum í riðlum og komast 2 efstu pörin í hverjum riðli áfram í útsláttarkeppni. Í henni verður spilað best af 5 leggjum en best af 7 í undanúrslitum og best af 9 í úrslitaleiknum. Einn liðsmaður úr hverju liði sem lendir í neðsta sæti í sínum riðli þarf að skrifa leik í 16 manna úrslitum en eftir það þarf tapliðið í þeim leik að skrifa næsta leik þar á eftir. Í upphafi hvers leiks skal það lið sem fyrrnefnt er á riðlablaðinu byrja að búlla. Það þýðir að einn liðsmaður úr hvoru liði kastar einni pílu í miðjuna og sá sem er nær byrjar leikinn. Bæði lið skulu síðan velja hvor liðsmaðurinn byrjar en sami spilarinn skal byrja fyrir liðið alla leggi í þeim leik. Ef ekki verður búið að klára legg eftir 45 pílur (15 umferðir) þá skulu bæði lið kasta einni pílu í miðjuna og sá spilari sem er nær vinnur þann legg. RIG Main Event Riðlakeppni – Laugardagur 30. janúar Raðað verður í riðla, fyrst eftir stigalista WDF og síðan Stigalista ÍPS. Einum keppanda verður raðað í hvern riðil en aðrir dregnir af handahófi Allir riðlar verða tímasettir og verður sendur tölvupóstur á föstudagskvöldinu um riðlaskiptingu og tímasetningar. Riðlakeppni verður dreift yfir daginn en mæta þarf að lágmarki klukkutíma áður en þinn riðill byrjar til að greiða mótsgjald og staðfesta skráningu. Fyrstu riðlar hefjast kl. 12:00 og mun húsið opna kl. 10:00 Spilað verður best af 5 í riðlakeppni hjá bæði körlum og konum. Sá sem fyrrnefndur er á riðlablaði byrjar að búlla fyrir hvern leik og skiptast síðan keppendur á að byrja hvern legg eftir það. Ef leggur klárast ekki eftir 45 pílur (15 umferðir) þá er búllað uppá sigur í þeim legg. Ef leikmaður er ekki mættur á línu þegar leikur á að hefjast tapar hann leiknum sjálfkrafa 3-0. Leikmaður fær áminningu í fyrsta skiptið en verður vísað úr keppni í seinna skiptið. Klukka mótstjóra gildir. Aðeins vatn er leyft á keppnissvæði. Til að sjá hvernig riðlablaðið lítur út er hægt að skoða það hér: Riðlablað RIG RIG Útsláttarkeppni – Sunnudagur 31. jan Þeir keppendur sem komast upp úr sínum riðlum komast í útsláttarhluta keppninnar sem spiluð er á sunnudeginum. Fyrstu leikir í útslættinum byrja kl. 13:00 en húsið opnar kl. 11:00. Spilafyrirkomulag í útslættinum er best af 7 leggjum fram að fjórðungsúrslitum en þar er spilað best af 9. Í undanúrslitum er síðan spilað best af 11 og úrslitaleikir eru best af 13 leggjum. Sá spilari sem fyrrnefndur er byrjar að búlla og sá sem er nær miðjunni byrjar fyrsta legg. Leikmenn skiptast síðan á að byrja hvern legg eftir það. Ef leikmaður er ekki mættur á línu þegar leikur á að hefjast tapar hann leiknum sjálfkrafa. Skipta þarf fyrstu umferð í útslætti í tvennt og þurfa leikmenn í seinna holli að skrifa leiki í fyrra holli. Gefnar verða að lágmarki 10 mínútur eftir leik fyrir þá leikmenn sem þurftu að skrifa til að hita upp fyrir sinn leik. Sá sem tapar sínum leik þarf að skrifa næsta leik á því spjaldi sem hann keppti á. Óheimilt er að yfirgefa keppni án þess að fá leyfi hjá mótstjórn. Ef keppandi treystir sér ekki til að skrifa þá skal hann hafa samband við mótstjórn. Hlökkum til að sjá þig um helgina! Langar þig að skrá þig í pílufélag? Þú getur gert það með að smella hér: www.dart.is |
Viltu læra að kasta betri pílu? Smelltu á myndina hér fyrir neðan |
Fyrsta umferð Floridana deildarinnar fór fram á Bullseye Reykjavík og aðstöðu Pílukastfélags Reykjavíkur sunnudaginn 4.…
Íslandsmót unglinga verður haldið sunnudaginn 25. maí næstkomandi. Það var ráðgert að hafa íslandsmótið unglinga…
Hér má sjá áætlaða deildaskiptingu fyrir 1. umferð Floridana deildarinnar NA árið 2025. Fyrirkomulag uppröðunnar…
Búið er að velja landsliðsúrtakshóp sem mun keppast um að komast í landslið karla og…