Nú er rétt rúmur mánuður í að Norðurlandamót WDF verði haldið á Íslandi en mótið verður spilað á Íslandi dagana 23-25. maí næstkomandi á Bullseye. Ásamt íslenska landsliðinu mæta landslið Noregs, Danmerkur, Svíþjóðar og Færeyja einnig til leiks. Til að mótið gangi sem best fyrir sig óskar ÍPS eftir að lágmarki 15 skrifurum í mótið. Dagskráin er eftirfarandi:
Fimmtudagur 23. maí 9:00-19:30
Föstudagur 24. maí 9:00-19:30
Laugardagur 25. maí 11:00-19:00
ÍPS býður þeim sem hafa áhuga á að aðstoða 15.000kr fyrir hvern dag og frítt fæði á Bullseye. Einnig frítt í tveggja rétta máltíð sem verður í boði að móti loknu á laugardagskvöldinu.
Skrifarar fá einnig frítt í Nordic Cup Open en það er opið mót sem haldið er á Bullseye sunnudaginn 26. maí.
Ef þú hefur áhuga á að aðstoða þá er skráning hér fyrir neðan:
ÍPS yfirfer allar umsóknir og samþykkir eða hafnar. Haft verður samband við alla umsækjendur og þeir látnir vita hvort umsóknin þeirra hafi verið samþykkt eða hafnað.
Fyrsta píluþingi ÍPS lauk í gær um 16:00 en þetta var í fyrsta skipti sem…
ÍPS réði Harald Birgisson sem U18 landsliðsþjálfara í dag. Haraldur eða Halli Birgis. eins og…
Sæl kæru félagsmenn/konur og annað píluáhugafólk. Næstkomandi laugardag 8. mars verður haldið Píluþing ÍPS í…
Önnur og þriðja umferð Floridana deildarinnar fór fram á Bullseye Reykjavík, aðstöðu Pílukastfélags Reykjavíkur og…
Um Íslandsmótið 2025 Íslandsmót 501 í pílukasti verður haldið á Bullseye laugardaginn 15. mars (einmenningur)…