Fréttir

Skrifarar óskast á Nordic Cup 2024

Nú er rétt rúmur mánuður í að Norðurlandamót WDF verði haldið á Íslandi en mótið verður spilað á Íslandi dagana 23-25. maí næstkomandi á Bullseye. Ásamt íslenska landsliðinu mæta landslið Noregs, Danmerkur, Svíþjóðar og Færeyja einnig til leiks. Til að mótið gangi sem best fyrir sig óskar ÍPS eftir að lágmarki 15 skrifurum í mótið. Dagskráin er eftirfarandi:

Fimmtudagur 23. maí 9:00-19:30
Föstudagur 24. maí 9:00-19:30
Laugardagur 25. maí 11:00-19:00

ÍPS býður þeim sem hafa áhuga á að aðstoða 15.000kr fyrir hvern dag og frítt fæði á Bullseye. Einnig frítt í tveggja rétta máltíð sem verður í boði að móti loknu á laugardagskvöldinu.

Skrifarar fá einnig frítt í Nordic Cup Open en það er opið mót sem haldið er á Bullseye sunnudaginn 26. maí.

Ef þú hefur áhuga á að aðstoða þá er skráning hér fyrir neðan:

ÍPS yfirfer allar umsóknir og samþykkir eða hafnar. Haft verður samband við alla umsækjendur og þeir látnir vita hvort umsóknin þeirra hafi verið samþykkt eða hafnað.

AddThis Website Tools
ipsdart

Recent Posts

Úrvalsdeild kvöld 3 – 8 nóvember

Það er ekki hægt að segja að 3 kvöldið í úrvalsdeildinni hafi boðið upp á…

2 vikur ago

Stigameistarar 2025

Stigameistari 2025 Stigameistari karla með 107 stig söfnuð yfir árið er enginn annar en Alexander…

2 vikur ago

Floridana – 6. Umferð – Úrslit

Kristaldeild 6. umferð Floridana 1. Sæti - Alexander Veigar Þorvaldsson2. Sæti - Hörður Þór Guðjónsson3-4.…

2 vikur ago

Úrvalsdeild kvöld 2 – 1 nóvember

Það var svokallaður Reykjavíkurslagur í úrslitaleiknum á kvöldi 2 í Úrvalsdeildinni sem var haldin í…

2 vikur ago

Floridana 6. umferð – Útsendingar

Hægt er að fylgjast með útsendingum Lokaumferð Floridana deildarinnar á streymi Live Darts Iceland Reykjavíkurdeildin:…

2 vikur ago

Floridana 6. umferð – Dagskrá Lokaumferða

Búið er að raða í riðla fyrir Floridana 6. umferð sem verður haldin á Bullseye,…

2 vikur ago