Nú er rétt rúmur mánuður í að Norðurlandamót WDF verði haldið á Íslandi en mótið verður spilað á Íslandi dagana 23-25. maí næstkomandi á Bullseye. Ásamt íslenska landsliðinu mæta landslið Noregs, Danmerkur, Svíþjóðar og Færeyja einnig til leiks. Til að mótið gangi sem best fyrir sig óskar ÍPS eftir að lágmarki 15 skrifurum í mótið. Dagskráin er eftirfarandi:

Fimmtudagur 23. maí 9:00-19:30
Föstudagur 24. maí 9:00-19:30
Laugardagur 25. maí 11:00-19:00

ÍPS býður þeim sem hafa áhuga á að aðstoða 15.000kr fyrir hvern dag og frítt fæði á Bullseye. Einnig frítt í tveggja rétta máltíð sem verður í boði að móti loknu á laugardagskvöldinu.

Skrifarar fá einnig frítt í Nordic Cup Open en það er opið mót sem haldið er á Bullseye sunnudaginn 26. maí.

Ef þú hefur áhuga á að aðstoða þá er skráning hér fyrir neðan:

Skrifarar Nordic Cup

Hvaða daga getur þú skrifað?
Vinsamlegast hakaðu í alla þá daga sem þú getur tekið þátt í að skrifa.

ÍPS yfirfer allar umsóknir og samþykkir eða hafnar. Haft verður samband við alla umsækjendur og þeir látnir vita hvort umsóknin þeirra hafi verið samþykkt eða hafnað.