ÍPS hefur ákveðið að hverfa frá ákvörðun sinni um að fresta Stigamótum 5-8 og munu þau vera haldin helgina 11-12. júlí næstkomandi. Einnig hefur sambandið ákveðið að koma á fót Úrvalsdeild kvenna í pílukasti. Úrvalsdeild kvenna mun vera spiluð á sömu dögum og Úrvalsdeild karla og munu 12 konur tryggja sér þátttökurétt í deildinni í ár. Þær sem tryggja sér þátttökurétt eru:
Efstu 8 konur á stigalista ÍPS eftir Stigamót 12 (Eingöngu mót á árinu 2020)
Íslandsmeistari kvenna 501 – María Steinunn Jóhannesdóttir
Íslandsmeistari kvenna 301 – Ingibjörg Magnúsdóttir
2 efstu konur í Lengjan Open (Þær tvær sem komast lengst í mótinu sem er ekki kynjaskipt. Ef fleiri en 2 detta út á sama stað er fyrst farið eftir leggjahlutfalli og síðan meðaltali)
Ef einhver kona er í sama sæti þá fær ÍPS að velja Wildcard til þátttöku í deildinni. Ef einhver kýs að taka ekki þátt í deildinni fær ÍPS einnig Wildcard.
Þátttökuréttur í úrvalsdeild karla mun því breytast og verður hér með:
Efstu 8 karlar á stigalista ÍPS eftir Stigamót 12 (Eingöngu mót á árinu 2020)
Íslandsmeistari karla 501 – Matthías Örn Friðriksson
Íslandsmeistari karla 301 – Friðrik Diego
2 efstu karlar í Lengjan Open
Ef einhver karl er í sama sæti þá fær ÍPS að velja Wildcard og eins ef einhver kýs að taka ekki þátt í deildinni.
Fyrsta umferð Floridana deildarinnar fór fram á Bullseye Reykjavík og aðstöðu Pílukastfélags Reykjavíkur sunnudaginn 4.…
Íslandsmót unglinga verður haldið sunnudaginn 25. maí næstkomandi. Það var ráðgert að hafa íslandsmótið unglinga…
Hér má sjá áætlaða deildaskiptingu fyrir 1. umferð Floridana deildarinnar NA árið 2025. Fyrirkomulag uppröðunnar…
Búið er að velja landsliðsúrtakshóp sem mun keppast um að komast í landslið karla og…