ÍPS hefur ákveðið að hverfa frá ákvörðun sinni um að fresta Stigamótum 5-8 og munu þau vera haldin helgina 11-12. júlí næstkomandi. Einnig hefur sambandið ákveðið að koma á fót Úrvalsdeild kvenna í pílukasti. Úrvalsdeild kvenna mun vera spiluð á sömu dögum og Úrvalsdeild karla og munu 12 konur tryggja sér þátttökurétt í deildinni í ár. Þær sem tryggja sér þátttökurétt eru:

Efstu 8 konur á stigalista ÍPS eftir Stigamót 12 (Eingöngu mót á árinu 2020)
Íslandsmeistari kvenna 501 – María Steinunn Jóhannesdóttir
Íslandsmeistari kvenna 301 – Ingibjörg Magnúsdóttir
2 efstu konur í Lengjan Open (Þær tvær sem komast lengst í mótinu sem er ekki kynjaskipt. Ef fleiri en 2 detta út á sama stað er fyrst farið eftir leggjahlutfalli og síðan meðaltali)
Ef einhver kona er í sama sæti þá fær ÍPS að velja Wildcard til þátttöku í deildinni. Ef einhver kýs að taka ekki þátt í deildinni fær ÍPS einnig Wildcard.

Þátttökuréttur í úrvalsdeild karla mun því breytast og verður hér með:

Efstu 8 karlar á stigalista ÍPS eftir Stigamót 12 (Eingöngu mót á árinu 2020)
Íslandsmeistari karla 501 – Matthías Örn Friðriksson
Íslandsmeistari karla 301 – Friðrik Diego
2 efstu karlar í Lengjan Open
Ef einhver karl er í sama sæti þá fær ÍPS að velja Wildcard og eins ef einhver kýs að taka ekki þátt í deildinni.